[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


13.12.06
Hakka, hakka

Ég er hérna búin að hakka mig inn á tölvu. Ég ákvað að taka mér pásu frá eðlisfræði. Ég er búin að vera að hlusta á X-A og læra eðlisfræði. Á X-A segja menn sögur af alkóhólisma og predika um tólfsporakerfið. Þetta er fínt útvarpsefni. Tveir mismunandi menn hafa verið að tala um sálfræðimeðferð gegn alkóhólisma, og hversu miklu gagnlegra það er að nota tólfsporakerfið og verða fyrir andlegri upplifun. Annar líkti sálfræðimeðferð við að mæta í hverri viku í byssubardaga vopnaður hnífum, hinn líkti því við að vera með niðurgang og standa fyrir framan spegil og telja sér trú um að maður þjáist alls ekki af niðurgangi. Já já. Í gær hjálpaði ég Hildi að læra fyrir latínupróf sem hún fór í á mánudaginn og las fyrir hana úr latínubók sem ég á. Ég á tvær latínubækur, önnur er Gallastríðin IV og hin er einhver algjör vitleysa. Í þeirri síðarnefndu er mikið af rosa töff orðum. Mest töff orðið er túrbódrusla. Ég man ekki hvernig það er á latínu. Jæja. Best að dúndra sér í aðeins meiri lærdóm.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 23:03

maystar maystar maystar designs | maystar designs |