[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


27.2.06
WE WANT THE FÁNK

Nú kemur listi yfir Thad sem er í tísku og Ógedslega Kúl og thad sem er ekki í tísku og ógedslega kúl.

Í ómód:
Júróvisjón

Thad sem koma skal:
Thjódlagasöngkeppni Listamidstödvar Fejér-syslu.
Fór fram á mánudaginn í sídustu viku. Ég klaeddist thjódbúningi og hélt uppi heidri Íslendinga búsettra í Fejér-syslu; setti keppnina med íslenskum thjódlögum, í thakklaetisskyni var mér gefinn geisladiskur thjódlagakvartettsins Szedtevette; Gulyás. Já, hér flaedir gúllasid...

Í ómód:
Vorvedur á Íslandi

Thad sem koma skal:
Thrumur, eldingar og haglél í Ungverjalandi
Thad var tölvutími í sídustu viku, allt í einu kom ljósblossi. Kennarinn geltir: "Hverju erud thid ad taka myndir af?" Sem hann sleppti ordinu drundi thruman og húsid skalf. Á leidinni heim úr skólanum buldi haglél á mér. Ég spádi heimsendi (Mér hafdi verid sagt ad hér vaeri aldrei haglél. Ég reyndar spurdi. Ennfremur er ekki edlilegt ad eldingum slái nidur í febrúar), svo fór ég inn í búd og thar var Pepsi Max, sem ég fram ad thví hafdi hvergi séd og thadan af sídur drukkid í thessu landi. Kom út med fangid fullt, og sólin skein. Hún hélt áfram ad skína allan daginn. Fólk bysnadist á thví hvad vedrid vaeri sturlad, ég sagdi theim ad svona vaeri thetta ALLTAF á Íslandi. En ég hika reyndar heldur ekki vid ad segja fólki ad ég búi í snjóhúsi og ad allir eigi sel fyrir gaeludyr, um Ísland er haegt ad ljúga hverju sem er. Ég kunni samt ekki vid ad segja já thegar einhver spurdi hvort fólk badadi sig í hverum, af ótta vid ad vidkomandi taeki sig til og prófadi. Vinur minn amerískur heldur thví ennfremur fram ad hann aetli ad koma og synda í Jökulsárlóni vid taekifaeri. Ég lofadi ekki ad koma med honum.

Í ómód:
Ipod, og eitthvad

Thad sem koma skal:
Gettóblaster
Alltaf thegar ég er ad spássera og hlusta á tónlist, vorkenni ég svo fólkinu sem ég maeti sem faer ekki ad njóta hennar. Fólkid sem spilar tónlist ótrúlega hátt í bílunum sínum er mjög misskilid. Thad er bara ad reyna ad deila med náunganum.


Í ómód:
Nyir bílar. Their eru allir úr plasti!

Thad sem koma skal:
Pappírs-Jagúarar: Trabantar.
Ég mun fara ad rádum stjúpfödur míns og taka einn slíkan med mér til Íslands. Fylla hann af sígaunum og taka hann med mér til Íslands. Ekki thad ad mig langi eitthvad sérstaklega í sígaunana, thad er bara of mikid af theim í Ungverjalandi. Ég hef einnig med sjálfri mér komist ad theirri nidurstödu ad thad sé of mikid af fallegum, ódyrum, notudum fötum í Ungverjalandi, svo ég hef líka tekid ad mér ad sanka theim ad mér svo ég geti flutt thau til Íslands. Ég er ekkert nema mannkaerleikur.


Í ómód:
Ad borga fyrir almenningssamgöngur.

Thad sem koma skal:
Ad taka hundrad sporvagna, straetóa og metróa, vera nappadur af Vördunum og sektadur; koma út á sléttu.
Vinkona mín gaf mér ólöglega afritad eintak af thessari mynd, ég skal syna hana öllum. Thad er í henni madur med drómasyki. Hann dansar ninja-dans og skilur lífid.


Í ómód:
Tattóveringar; göt í geirvörtum.

Thad sem koma skal:
Ad brjóta tennur.
Um daginn hitti ég fyrir fjölskylduvininn Béla, hann er einhvers konar idnadarmadur. Hann sagdi mér frá thví thegar hann stód í stiga fyrir framan stórmarkad, eitthvad ad laga, thegar stiginn datt og hann med, svo hann fékk gat á hausinn "...og svo bara brotnadi í mér tönnin! Og bara, blód út um allt og allir ad horfa á mig!"


Í ómód:
Kleinuhringir

Thad sem koma skal:
Fánk
Í kringum öskudag er sidur ad baka fánk. Thad eru kleinuhringir sem vantar í gatid. Gatid er líka bara fyrir gráduga kana sem allt vilja í sig. Amman kom í gaer med nybakad fánk. Í gaer fór ég líka til Moha, sem er thorp rétt hjá baenum mínum. Thar er á hverju ári haldin vorhátíd thar sem grímuklaeddir menn í tuskum stela eggjum og klína sóti framan í alla. Ungverjar eru ekkert ad djóka thegar their tala um öskudag.


Í ómód:
Febrúar

Thad sem koma skal:
Mars
Thá verd ég fullordin. Já, einmitt. Fullordin.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 09:59



1.2.06
Ljúlí ljúlí

Nú eru Rússarnir farnir. Their skildu eftir sig slód dauda og eydileggingar, og svartan reyk. Nei thad er ekki satt. Their heimsóttu tónlistartíma hjá bekknum mínum og ég söng fyrir thá rússneskt thjódlag, ég gat thad af thví ad tónlistarkennarinn gerdi Kodály-tákn med höndunum. Svo sungu their lagid, á rússnesku. Svo tródu their upp á kvedjuathöfn elstubekkinganna, med gítarspili og thjóddönsum. Ein stelpan söng sígaunalag og dansadi í ótrúlega stóru pilsi. Sjálf var ég svona stemningsundirleikarinn í atridi 12. bekkjar G, sem flutti "gróteska kómedíu" um egg, kidfaettan konung, hálft reidhjól, Jesús Maríu Jósef og Bertolt Brecht. Í tilefni dagsins ádur var ég í raudum Mozart-jakka.

Nú er ég hins vegar í Sarkad, sem er 12.000 manna baer vid rúmensku landamaerin, thad er lengst í sudaustri, naestum hinum megin í landinu. Hér verd ég út vikuna, thad eru skiptidagar, ad gamni til skemmtunar. Ég fékk nyja fjölskyldu og nyjan skóla. Thad er tölvutími. Rétt ádan kom fólk og sótti okkur skiptinemana, thad voru komnir bladamenn ad taka af okkur myndir. Eftir skóla förum vid ad tala vid bladamennina. Nei, vid erum ekki bara saet, vid erum líka gáfuleg og áhugaverd ad sjá. Platsystirin hér er réttum tveimur árum yngri en ég, faedd 20. mars 1990. Ég geng thví med henni í 10. bekk. Já ég er í 10. bekk. Hún veitti thví athygli ad ég girti buxurnar mínar ofan í stígvélin. Ég sagdi já, thad er svo thaegilegt, thá sagdi hún já, thad eru alveg einn eda tveir hér í baenum sem gera thetta. Á laugardaginn vorum vid á diskói baejarins (hinu eina) og einhverjir strákar voru ad nudda sér upp vid mig. Systirin: "Já ég var einu sinni med thessum strák." Vinkona hennar: "Og ég var med hinum." Í gaer fórum vid á skauta og ísinn brotnadi. Thad var eflaust óhuggulegasta hljód sem ég hef heyrt.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 09:11

maystar maystar maystar designs | maystar designs |