[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


30.11.05
Thú ert skáldid

Internetid í tölvustofunum hérna er fáránlega haegvirkt og asnalegt. Til ad mynda leyfir thad ekki ad ég opni MR-tölvupóstinn minn, svo ef einhvern langar ad senda mér tölvupóst er best ad senda á hitt netfangid mitt, sigrunhlin att islandia punktur is. Thá les ég hann kannski, og svara jafnvel.

Í gaer fór ég í leikhús, ekki borgarleikhúsid thví thad er verid ad gera thad upp (stjúpsystir mín segir ad thad hafi verid lífshaettulegt en útskyrdi thad ekki nánar), heldur "litla svidid"; Pelíkanastofuna. Leikritid var um aevi og störf József Attila, ungversks ljódskálds. Mér til undrunar og gledi skildi ég flestallt sem var í gangi. Ég hafdi lesid ljód eftir hann, en bara á ensku. Honum er líkt vid Allen Ginsberg og thetta beat-lid. József var, eins og sönnum listamanni saemir, mjög thjádur, fátaekur, drykkfelldur og svangur. Og munadarlaus. Og allir bördu sér á brjóst í takt og voru mjög listraenir. Seinna aetla ég ad lesa ljódin hans á ungversku. Ég skil alveg sumt.

Í gaer var líka söngtími í skólanum. Ég kenndi bekknum mínum ad syngja Thad á ad gefa börnum braud. Thau kunna ekki íslensku, svo ég vard ad hljódrita textann fyrir thau. Thad gerdi ég med glödu gedi. Theim fannst lagid erfitt og kennarinn klóradi sér í höfdinu og hálfsá eftir thví ad hafa bedid mig um ad kenna bekknum íslenskt jólalag, honum fannst thetta of pentatónískt og skrytid. Thegar mér hefur tekist ad berja lagid inn í thau syngjum vid thad á jólatónleikum skólans í stórri brúnni mótmaelendakirkju.

Hin mótmaelendakirkja baejarins er stór og gul, og thangad aetludum vid á tónleika á laugardaginn ég og stjúpi minn, en urdum ad haetta vid thad thegar kunningi hans kom í heimsókn til ad raeda hveiti- og maísuppskeru. Thegar kunninginn fór sagdi stjúpi: "Sigg-rún! Thetta er hinn daemigerdi KÚLAKKI." Hvad ég hló. Um daginn thegar stjúpinn fór eitthvert ad saekja eldivid var thar fyrir einhver manngarmur sem var fúll thví eldividurinn var ókeypis og honum fannst thad ósanngjarnt, honum fannst ad stjúpi aetti ad borga fyrir eldividinn, og aepti thví ad honum: "ILLA THEFJANDI KÚLAKKA-SVEITALUBBI!"

Í gaer fékk ég líka sendar frá Íslandi staerd- og edlisfraedibaekur. Mér til hamingju. Ég var farin ad sakna thess ad reikna. Í staerdfraeditímum hér er tómt grín í gangi, bara verid ad tala um Bangsímon og eitthvad.

Jaeja.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 09:07



21.11.05
Kaerd og barin

Enn og aftur er mér naumt skammtadur tíminn svo thetta verdur ekki umfangsmikid.

Um helgina tók ég lest til Budapest og eyddi thar deginum í spásser. Tók svo lestina til baka til Martonvásár, thar sem voru tónleikar í Brunswick-kastalanum, sem nú hysir einhvers konar Thróunarmidstöd landbúnadarins, ef ég skildi rétt. Ég settist vid hlidina á krakkastódi, sem var mjög taktískt af mér, thad lítur nefnilega út eins og ég sé svo prúd vid hlidina á litlum börnum sem kunna sig ekki. Og thessi börn kunnu sig svo sannarlega ekki. Thau skridu á gólfinu allan tímann.

U, meira seinna.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 09:46



8.11.05
Alveg ferleg

Ég vil byrja á ad benda "dyggum" lesendum á ad thad er nyleg faersla fyrir nedan naestnyjustu faersluna. Ég veit ekki hvers vegna hún er thar.

Ég er stödd á netkaffihúsi med thysku vinkonu minni, Júlíu, hún er skiptinemi á eigin vegum og byr hjá unnusta sínum. Ég spurdi hana hvad myndi gerast ef thau haettu saman. Hún sagdi ad thá myndi hún flytja inn í gömlu Löduna sem hefur árum saman stadid tóm og ónotud á lódinni okkar. En thá yrdi hún ad víkja thegar vorid kemur, thví thá kemur líka Féri. Hann er róni og gengur undir nafninu Féri negri. Hér er ordid negri notad yfir fólk sem vinnur thraelavinnu. Thad hefur enginn mikinn áhuga á pólitískri rétthugsun hér. Fósturfadirinn leyfir Féri ad sofa í Lödunni gömlu (Módirin leyfir honum thad ekki, en hún raedur ekki) og gefur honum ad borda og drekka (tvo lítra af víni á dag) gegn thví ad Féri moki fyrir hann og hegdi sér almennilega. Mér fannst thetta mjög sérkennilegt, thangad til ad ég áttadi mig á thví ad ég er í sömu adstödu, nema ég er ekki illa lyktandi alkóhólisti, svona alla jafna, og fae thví ad sofa í húsinu. Ég tharf heldur ekki ad moka. Ég benti födurnum á thetta og hann sagdi "Já, Éva kallar hann líka skiptinemann minn". Nema hann sagdi thad á ungversku. Ég er mjög gód í ungversku. Um daginn spurdi vinur systur minnar hvad ég kynni í ungversku. Ég svaradi, mjög kokhraust: "Alltaf". Hann aetladi ad snúa á mig med thví ad spyrja mig hvad mér fyndist um gródurhúsaáhrifin, en ég skildi hann mjög vel og sagdi ad mér fyndust thau alveg ferleg.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 11:48

maystar maystar maystar designs | maystar designs |