[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


31.5.05
Nei, ég er sko ekki í neinum fokkings göngutúr

Ég virðist hægt og hægt vera að missa tökin á tilverunni.

1. sönnunargagn:

Áðan þegar ég fór í sturtu fannst mér vatnið klígjulega volgt og leið skítugri þangað til ég náði hitastiginu á því upp í 45°. Húðin var pínu laus frá holdinu þegar ég steig út úr sturtunni.


2. sönnunargagn:

Annar
Hinn

Nei hæ, hvað segirðu?!
ja, ég er bara, þú veist, knapi á smáhesti eymdarinnar. en þú?
Ég ramba um engi brostinna vona.
ok. eitthvað að frétta?
Nja, jújú, ég og Össur ætlum til Frankfurt í júlí, hlökkum geðveikt til. En af þér?
tja nei eiginlega ekki. byrjaði að vinna í síðustu viku og svona, maður er frekar þreyttur núna.
Ókei. Bara dugnaður í þér!
já já. maður situr sinn bröndótta svikakött.
Jæja, þú segir það!
já já. heyrðu við sjáumst. BÆ!

Mér fannst þetta leikrit ótrúlega rökrétt þegar ég skrifaði það í dag. Það átti held ég meira að segja að sýna fram á eitthvað. En ég man hvorki né skil hvað það átti að vera.


3. sönnunargagn:

Mig langar virkilega mikið að hlusta á Robbie Williams.


Ég hef eiginlega mestar áhyggjur af þessu síðasta.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 23:39



17.5.05
Te, blóð og tyggjó

Nú eru allar ljósaperur á báðum baðherbergjunum sprungnar. Ég kalla það "Migið í myrkrinu". Enginn vill segja mér hvort þetta sé þemavika, þemamánuður eða eitthvað annað.

Í gær tók ég með mér banana í nesti. Það hefði ég nú ekki átt að gera, því nestisbananar eyðileggjast alltaf. En þessi, hann eyðilagðist ekki. Hinsvegar var hann skemmdur innaní. Allur trénaður og með eins og storknuðu blóði innaní. Ég þurfti nú að kanna þetta og sló inn á myndaleit Google "sick banana". Sem var kannski, eftir á að hyggja, mjög kjánalegt af mér. Alltaf þegar maður leitar á myndaleitinni fær maður eitthvað absúrd, miðað við leitarskilyrðin. En ekki núna:



Leitarskilyrðin voru kannski nógu absúrd til að niðurstöðurnar væru skynsamlegar.

Stereo Total - I am naked

Brezel Göring og Francoise Cactus. Sætt fólk. Snakskemmtilegt lag.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 01:27



4.5.05
Vorið er komið...

og lóurnar líka. Já, lóurnar.

Lóa a)

Þetta er hún Ólöf Andrésdóttir. Hún er kölluð Lóa. Ég talaði við hana í dag.

Lóa b)

Þetta er lóa, hún er minni. Ég er samt ekki að segja að Ólöf Andrésdóttir sé feit. Ég hitti líka svona lóu í dag. Eða öllu heldur, ég var næstum búin að hjóla á svona lóu. Lóur eru samt ekki jafn óþægilega spakar og gæsirnar í Reykjavík. Maður er kannski að keyra, á götunni, og svo kemur gæs vappandi og maður gæti þess vegna tekið hana með hurðinni. Ef mann langaði.

Lóa Lóa

Þetta er augnormurinn Loa loa. Mig dreymdi einu sinni að svona nákvæmlega eins ormur væri búinn að taka sér bólfestu í auganu á mér. Það var áður en ég sá þessa mynd. Það var nú skrýtið.

Lóa Lóa Lóa

... mér langar svo að hanna til þín brú. Lóan sem Megas orti til var kannski ekki Masaí-kona, en hvað um það. Þetta er falleg Masaí-kona. En spurningin er: Hver er maðurinn í köflóttu skyrtunni bakvið hana? Þarna var ég að beita sama stílbragðinu og var beitt í Eglu, skilja við lesendur með smá dulúð og spennu í loftinu. Ú, hvar skyldi silfrið vera grafið? Nú er ég búin að eyðileggja það.

Það er gott að hjóla í skólann og hlusta á Kraftwerk.
Það er gott að læra stærðfræði og hlusta á Kraftwerk.
Það er gott að læra stærðfræði og borða lakkrís.
Það er gott að drekka bjór og borða lakkrís.
Það er gott að drekka bjór og skoða pæjurnar.
Það er gott að taka Laugara og skoða pæjurnar.
Það er gott að taka Laugara og vera fátklæddur.

Ég skrifaði óvart "fátklæddur" í staðinn fyrir "fáklæddur". En hið fyrrnefnda lýsir klæðaburði mínum síðustu daga eiginlega miklu betur. Svo það fær að standa.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 23:02



3.5.05
Ég spyr:

Ertu að læra eða ertu bara í einhverjum fokkings göngutúr?


|
sigrún ybbaði gogg klukkan 19:21

maystar maystar maystar designs | maystar designs |