[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


31.1.05
:) to :(

Ég er að tala við mömmu mína á msn.

Ég: "Haha, það er skemmtilegt að tala við þig á msn!"
M: "Nú, ekki finnst þér skemmtilegt að tala við mig :) to :("
Ég: "Ha?"
M: "Face to face!"

Mamma strax búin að koma sér upp öflugu msn-lingói.
Svo komst pabbi á snoðir um þetta athæfi okkar:
"Þið eruð klikkaðar! Svo klikkaðar að... ég hata ykkur!"

Þá skrifar mamma til mín:
"Hann talar af vanþekkingu, maðurinn!!!"

Þetta eru ágætisgrey.

Síðustu dagana hafa tveir komist inn á síðuna með því að leita á Google að "Ray Davies".
Og einn með því að leita að "Væri heimurinn ekki leiðinlegur ef hann væri fullkominn?"
Og fjölmargir með því að leita að "sexi".
Ekkert af þessu slær þó út þann sem kom hingað hafandi leitað að "Illa lyktandi unglingar á Íslandi".

Þetta eru allt ágætisgrey.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 20:11



24.1.05
Í svefnrofunum

Ég er dottandi, á milli svefns og vöku á kóræfingu.
Heyri kórstjórann segja: "Nú fer sópraninn niður og stendur í kringum píanóið og syngur eitthvað lag með Prince."
Og svo ranka ég við mér við að allir þjóta niður, og ég elti eins og fiskur og allir stilla sér upp kringum píanóið. Og fara að syngja slavneskar þjóðvísur.

Á leiðinni heim í strætó dreymir mig að ég hafi sett fram ótrúlega skrýtna erfðafræðikenningu. Hún gekk út á vessa og eitthvað skrýtið. Aðeins seinna dreymir mig bófa sem ætla að pynta einhvern gæja með hrærivél, í eldhúsinu mínu. Æjá.

Annars ætla ég að gera við skyrtuna mína, sjáumst.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 19:55



22.1.05



#

Talskilaboð sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 23:02



18.1.05
Mér finnst fallegt að heyra þig tala.

Ég hef gaman af ævintýrum sem eru ótrúlega ótrúlega leiðinleg meðan á þeim stendur en skemmtileg eftir á. Dæmi um svoleiðis ævintýri er að elta bíl með svo stórum spojler að það væri rökrétt að hann gæti flogið, taka brandarann of langt og festast. Í Kópavogi. Þrisvar. Vekja allt hverfið með gúmmí- og bensínbrælu og hávaða. Vera svo hjálpað af Krafta-Þresti, Guðjóni skokkara og leikkonu á eftirlaunum sem talar alltof hátt miðað við hvað hún er lítil. Íhuga sjálfsmorð með bassastrengjum því maður hefur misst kúlið svo alvarlega. Já, skemmtilegt.
Eftirá.

Það er gaman núna. Þess vegna get ég ekki lært. Ég get ekki lært þegar það er gaman. Og ekki þegar það er leiðinlegt. Bara þegar ég er í hlutleysisástandi. OH, ÉG Á SVO ERFIIIIITT!

Og að öðru. Það er svo leiðinlegt þegar mann langar að segja einhverjum eitthvað, sem er kannski mjög skemmtilegt og merkilegt, en nennir því ekki því maður veit nákvæmlega hvernig viðkomandi muni bregðast við. Þetta kemur mjög oft fyrir mig.

Það er líka mjög skrýtið þegar maður segir einhverjum eitthvað vegna þess að maður veit alveg hvernig viðkomandi muni bregðast við. Það kemur stundum fyrir mig.

Ég ætlaði núna að halda áfram að vera ótrúlega djúp, en ég sleppi því vegna þess að ég er farin að hugsa í hringi. Það á aldrei að hugsa, eigi maður annarra kosta völ.

Uppáhaldssíðan mín. Veitir svar við spurningum eins og:
"Get ég verið á tveimur stöðum á sama tíma?"
"Get ég ferðast milli staða á 0 sekúndum?"
"Get ég fylgst með spurningakeppni og þvínæst verið viðstödd fund án þess að þurfa að leggja af stað á fundinn áður en spurningakeppnin hefst?"
"Get ég yfirhöfuð treyst á almenningssamgöngur til að koma mér á milli tveggja staða, á tíma sem er í nokkuð skynsamlegu hlutfalli við vegalengdina milli staðanna?"

Og það skemmtilega er að svarið er alltaf nei! Haha! Skemmtilegt!

Nei ég læt bara einhvern keyra mig. Það er söngvakeppni og ball á hinndaginn. OHH ÉG ÆTLA AÐ VERÐA SVO FUUUUULL! DJÖFULL ÆTLA ÉG AÐ HREEEEENJA ÍÐA MAÐUR! SVEITT DJEEEMM! Nei.

Ég kann tvö orð í portúgölsku. Þau þýða bæði það sama.

Mér finnst svo ógeðslega fyndið hvað ég hef eitthvað skitsófreníska rithönd.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 22:58



17.1.05
Barnaétir

"Fulli strákurinn í Amazing Race gerir hreint fyrir sínum dyrum"
Ég hló mjög mjög mikið að þessu í morgun. Það er hægt að hlæja mjög mikið að fyrirsögnum í DV. Samt ekki.

Það er svo fyndið og vandræðalegt og asnalegt að lesa Gelgjuna, myndasögu í Fréttablaðinu, þegar maður sér sig í unglingnum sem er ótrúlega mikill unglingur. Eins og til dæmis

Unglingurinn er svona að "æfa sig" á gítar, svona með hann í fanginu en að gera fullt af öðrum ómerkilegum hlutum líka
Pabbinn æpir: "Unglingur, hjálpaðu mér að taka til í bílskúrnum!"
Og þá verður unglingurinn ótrúlega upptekinn og einbeittur, "Ég get það ekki, ég er að æfa mig!"

Um helgina fór ég tvisvar í leikhús. Svo keypti ég Blonde on blonde, Getz/Gilberto og Yoshimi battles the pink robots. Gaman hjá mér. Góðir diskar eitthvað. Þetta bætti upp fyrir óskemmtilegan föstudagseftirmiðdag.


Konan í miðið borðar börn. Og það er sannleikurinn!

En nú er ég að fara, þarf að leika í Kókópöffsauglýsingu.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 19:01



5.1.05
Guðirnir hljota að vera sturlaðir

Jólin voru góð, ég fekk margar fallegar gjafir, óunna blásýru og litabækur og svona. Takk fyrir mig. Áramótin voru fín, jájá, fínt.

Blogger er á kínversku eða einhverju asísku tungumáli sem ég skil ekki. Hluti af MR-póstþjóninum mínum líka. Ég skil alls ekki hvers vegna.

Gáta:

Hvers vegna eru sjóræningjar alltaf bara með einn eyrnalokk?

Svo að páfagaukurinn éti ekki eyrnalokkinn þeirra!

Það er ekkert sem lætur þér líða eins og þú sért töff eins og páfagaukur á öxlinni. Þangað til hann kúkar á öxlina á þér. Ég vona að páfagaukurinn minn sé skyggn eins og N'Kisi.

Ég er alveg fín stelpa, bara soldið í því að taka heimskulegar ákvarðanir á daginn.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 18:18

maystar maystar maystar designs | maystar designs |