[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


29.1.04


Sigrún Marcos

Hahah... bloggið mitt er orðið tímalaust, það koma eintóm spurningarmerki þar sem á að standa hvaða dagur er...

Ég er ógeðslega mikill skólúði. Svona meðan ég er í þessum eiginkona-filippseysks-einræðisherra-leik ætla ég líka að opinbera slóðina á uppáhalds- fatagelgjusíðunni minni einmitt núna; þarna er til dæmis að finna alveg dásamlega gúmmísandala eins og maður var alltaf í þegar maður var lítill (allavega ég...)

Magnús, minn ágæti bróðir, getur verið... ja, hreint ágætur. Áðan gerði ég mig líklega til að fara á klósettið, og sagði sem svo "Heyrðu, ég ætla aðeins að skreppa á klósettið..." (því ég sat við matarborðið, og kann auðvitað meiri mannasiði en svo að hlaupa frá borðum án þess að kveðja kóng né prest) og þá botnaði Magnús "...að pissa í postulínið!" Mér fannst það ógeðslega fyndið. Litlir krakkar eru líka ógeðslega fyndnir. Ég sótti Magnús í leikskólann áðan og þar hékk á vegg spjald með gullkornum frá krökkunum... eitt þeirra var svona:

Krakki eitt (missir kexið sitt á borðið)
Krakki tvö (hlær)
Krakki eitt: "Það er bannað að hlæja þegar einhver dettur."
Krakki tvö: "En það var enginn að detta!"

og annað:

Krakki eitt: "Pabbi minn er sköllóttur."
Krakki tvö: "Pabbi minn líka, eða hann er með svona brodda á hausnum."
Krakki þrjú: "Pabbi minn er skrýtinn."

Um daginn frétti ég svo af talandi páfagauknum N'kisi, og varð ógeðslega impóneruð yfir þessum fluggáfaða (haHA, orðaleikjabrandari) fugli sem hefur orðaforða uppá 850 orð (en það þarf víst bara 100 til að skilja helminginn af flestöllum enskum texta). Núna áðan datt mér í hug að kynna mér málið betur, og kemur þá ekki bara í ljós að hann N'kisi er ekki bara nánast altalandi, heldur er hann alveg súrrandi skyggn líka! Svona eiga gæludýr að vera. (en ekki eins og "gælu"dýrin heima hjá Furu, sem finnst gaman að éta menn.)

Já, eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir hef ég ákveðið að fleygja röff töff attitúdinu út um gluggann um stundarsakir og blogga aftur, og ég veit reyndar alveg af hverju það er. Það er af því að ég þarf að skila ritgerð á morgun. Verið sæl, það var gaman að þekkja ykkur, festið ykkur í minni hvernig ég leit út því á morgun mun svefnleysið hafa gert úr mér einhverja veru af öðrum heimi (eða frá annarri plánetu eins og félagi minn doktor Helgi Pjeturs myndi nú frekar hafa það) sem enginn kærir sig um.
Plaudite, amici, comoedia finita est.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 19:12





Rosa-legt

Mér varð litið út áðan og þá sá ég að tunglið skein óvenju skært. En ekki nóg með það. Það var fullkomlega kringlótt skýjahula kringum það. Var þá þarna á ferðinni rosabaugur sem þýðir að óveður er í aðsigi. Þegar ég hafði áttað mig á því hversu merkilegt fyrirbæri þetta væri hljóp ég inn og sótti myndavél. Kveikti á henni og hugðist smella af. En nei. Þá fór hún bara að væla og þóttist vera batteríislaus. HÚN VAR FJANDAKORNIÐ EKKERT BATTERÍISLAUS, lygatófan, ég var nýbúin að hlaða hana. Svo ég hljóp út um allt í frústrasjón og hugkvæmdist á endanum að setja batteríið í hleðslu. Það tók að sjálfsögðu óratíma að hlaða það, og eftir hálfa mínútu missti ég þolinmæðina og reif það út og henti í myndavélardrusluna. Svo hljóp ég út og ætlaði að taka mynd... þá fór hún auðvitað að grenja aftur, "battery low BÍP BÍP BÍP" batterí ló my aunt Fanny! Ég var að hlaða hana fjandinn hafi það! Svo ég lét batteríið aftur í hleðslu og drattaðist inn í eldhús, þar sem einhver málsverður átti að vera í gangi.



Kvöldstund í eldhúsinu Birkihlíð 40


Fjórar manneskjur; Margrét 9 að verða 10 ára, Magnús 5 ára og foreldrar þeirra, sitja að snæðingi við fábrotið hvítt eldhúsborð.

Táningssystirin Sigrún gengur inn og tekur sér sæti, heldur örg að sjá. Henni hefur mistekist að taka mynd af stórmerkilegu náttúruundri sem ber nánast aldrei fyrir sjónir, og tjáir fjölskyldumeðlimum gremju sína.
Pabbinn: Hahaha, ertu ROSA-fúl út af þessum ROSA-baug...
Sigrún: Hrmph.
Margrét: Hvort finnst ykkur betra á fiskinum, skottið eða búkurinn?
(Allir nema sumir hlæja.)
Margrét: Æ... sporðurinn eða búkurinn á þessu fyrirtæki ...fyrirbæri.
Magnús: (lemur í fetaostkrukku) Ef hann Skyrgámur væri hérna þá gæti hann brotið krukkuna í spað, því hann er svo skelfilegt naut!
Mamman: Eru ekki til meiri kartöflur, Tommi?
Margrét: Pabbi, hvar eru kartöflurnar?
Mamman: Tommeeeee!!!
Pabbinn: (við sjónvarpsskjáinn) Já já Ólafur, elsku karlinn minn, ert þú að reyna að halda því fram að þú hafir einhver völd? (lítur upp og sér illilegt augnaráð mömmu og Margrétar dynja á sér, dæsir): Einu sinni var það þannig að allir þögðu þunnu hljóði meðan húsbóndinn var að hlusta á fréttir. Núna er æpt og gólað á mann meðan maður reynir af veikum mætti að fylgjast með fréttunum!
Magnús: Ef þið opnið ekki ostinn brýt ég hann!
(drykklöng þögn, eilítið þrúgandi)
Margrét: Eru ekki allir í stuði?
Magnús: Með honum Guði! Hvort segið þið Guð eða Gvuð?
Mamman: Sigrún, sittu ekki eins og rækja!
Magnús: Heitir sonur hans ólafs Ragnars Grímsari?
Mamman: Uuu... neiii...
Magnús: Af hverju er hann þá Grímsson?
Mamman: (mæðulega) því að pabbi hans heitir Grímur.
Magnús: Af hverju ert þú ekki Konráðsson?
Margrét: Getum við haft hundaköku í afmælinu mínu?
Mamman: Nú vildirðu ekki Nóakroppsköku?
Margrét: Nei mig langar í svona köku með mynd af mér!
Sigrún: Mig langar ekkert að borða þig, Margrét.
Magnús: Mig langar það, hahhahahahahha.
Mamman: Hvað með að hafa Valsmerki? Heyrðu, er ekki Bernhöftsbakarí eitthvað svona Valsbakarí?
Pabbinn: Iss, það ætti nú að vera KR-bakarí, er ekki til eitthvað svoleiðis?
Mamman: Já nei, við viljum ekkert svoleiðis.
Pabbinn: Þér finnst gaman að vera leiðinleg við mig, er það ekki?
Magnús: MIG LANGAR Í FETAOST!!!
-Fjandinn er laus og blóðug átök í aðsigi. Sigrún þakkar pent fyrir sig og gengur út af sviðinu. -TJALDIÐ-


Götótt tóm

Nú, ég athuga hvernig batteríinu líður, og það reynist hafa hlaðið sig allmikið. Treð því aftur í vélina og hleyp út. Baugurinn hefur hjaðnað all-mikið, en ég reyni samt sem áður að taka mynd. Útkoman verður nokkurn veginn eins og ekkert, með gati á. Svona um það bil svona:

Svo minni ég á hörkugóða myndasíðu sem mun án efa vaxa og auka veg sinn næstu 30 dagana, en að þeim liðnum mun hún deyja án þess að ég muni nokkurn hlut eiga þar að máli, hún mun sumsé falla fyrir eigin hendi.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 19:10






Og hey, ef einhver finnur hjá sér skyndilega þörf fyrir að gefa mér svona skó, kem ég ekki til með að amast mikið við því.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 19:06





Hvað gerir maður þegar maður er leiðinlegur og hefur ekkert skemmtilegt til málanna að leggja? Jú, þá sannast hið fornkveðna að mynd af Johnny Depp segir meira en þúsund orð.
It looks as though you're just a little Fudged in the Head
'Fudged in the Head' PLEASE VOTE!!!


What Type of Lunatic are You?
brought to you by Quizilla
Quizilla... fyrir þá sem finnst gaman að eyða tímanum sínum í vitleysu og eru áhugasamir um að vita allt um hvaða ávexti persónuleiki þeirra líkist eða hvaða japönsku teiknimyndastjörnu þeir ættu að vingast við.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 18:15



7.1.04


HEYR Á ENDEMI

Einu sinni sagði mætur maður mér að þegar maður hlustaði á tónlist ætti maður að einbeita sér að því, og engu öðru. Maður ætti ekkert að vera að baka köku á meðan, því þá yrði tónlistin að veggfóðri.

Þessi sami maður hefði sennilega farið að gráta ef hann hefði verið viðstaddur leikfimitíma stúlknahelmings 3. bekkja B og C í gær. Þar var hoppað og sparkað og iðkuð hin undarlegasta kellingaleikfimi við þá kaótískustu samsuðu tónlistar sem ég hef lengi heyrt. Þarna ægði saman Eine Kleine Nachtmusik, Rapsódíu í bláu, Örlagasinfóníunni; nefndu það, öll þau klassísku tónverk sem hinn almenni meðalplebbi kannast við. Og þetta hefði svosem verið allt í lagi... ef það hefði ekki verið dúndrandi trommuheili undir þessu öllu saman! Þá varð litla menningarvitanum sem býr í brjósti mér nú ofboðið. Þetta var svona... "Klassískt MEGAMIX fyrir fólk sem getur ekki hlustað á tónlist nema hún hafi þéttan trommutakt!" En nú er ég komin all-langt út fyrir efnið.

...Skyldi þennan mann hafa grunað að hin fegursta tónlist gæti orðið að veggfóðri þrátt fyrir, og jafnvel vegna þess að maður hlusti svo mikið og af mikilli einbeitingu á hana? Það hefur að minnsta kosti orðið tilfellið hjá mér. Þegar lög veggfóðrast lýsir það sér í því að þau fara að renna í gegn án þess að maður gefi því gaum, og allt í einu fattar maður... heyyy... Waterloo sunset! jáááá... Þó er eitt lag sem ég hef farið býsna illa með, hlustað á við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, hvenær sólarhringsins sem er, og samt heldur það velli á einhvern undraverðan hátt. Lygilegt hreint. Og lagið, já, lagið heitir Brokedown Palace. Flutt af Grateful Dead. Ekki það að öllum sé ekki alveg örugglega sama, en hvað um það.

Svo ég leyfi mér nú að væla svolítið meira um tónlist, hefur einhver tekið eftir því hversu ótrúlega lík lögin All day and all of the night með The Kinks og Hello, I love you með The Doors eru? Mér datt þetta allt í einu í hug, og til þess að ganga úr skugga um hvort geðveilur mínar væru að koma mér í koll enn einn góða ganginn sló ég lögin in á google... og viti menn, var þá ekki sjálfur Ray Davies búinn að kæra The Doors fyrir stuld. Það á ekki af aumingja karlanganum að ganga, hvers konar ómenni skjóta eiginlega Ray Davies? Ekki mynda ég skjóta Ray Davies. Þar að auki átti Jimmy Page að hafa eignað sér sólóið í fyrrnefnda laginu, merkilegt hvað fólk er sólgið í að þykjast hafa samið þetta lag... allir vildu Lilju kveðið hafa, ójá.

Svo langar mig að lokum að lýsa frati á heilabúið, það er nú meira árans maurabúið. Má ég þá frekar biðja um Framtíðina, þar standa menn við sitt. Enda er ég í framtíðinni... já ég er í framtíðinni.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 23:24



6.1.04


...og farsælt komandi ár.
Mikið hræðilega er ég löt. Heyrðu nei, öppdeita linkalistann.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 21:18

maystar maystar maystar designs | maystar designs |