[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


25.12.03


Gleðileg jól, góðir gestir.
Lag dagsins: Christmas með The Who. Híhí.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 16:16



18.12.03


Já. Mínir ímynduðu lesendur hafa eitthvað misskilið síðustu færslu, þið áttuð auðvitað að segja NEI OMG SIGRÚN, ÉG ELSKA BLOGGIÐ ÞITT, ÉG LES ÞAÐ ALLTAF OG ÞAÐ ER ÝKT ÆÐISLEGT, EKKI HÆTTA AÐ BLOGGA! En nei. Það var svosem ekki af miklu þess konar að búast af ímynduðum lesendum, hvorteðer. Og nei, ég er ekkert bitur. Þannig að nú er kominn til sögunnar gestapistlaritarinn Elísabet, hún fær hér að leggja orð í belg. Ég leyfði mér að gera örfá innskot, bara svona til þess að halda þessu gangandi.

Guð blessi daginn. Nú er ég í sálarkreppu sökum skorts á heimsendingarþjónustu leikskólanna. Mér finnst að ég eigi að geta hringt bara dingalingaling og pantað sér krakka þegar ég þarfnast krakka í hitt eða þetta. Já, orð að sönnu Elísabet. Eigum við nú að vinda okkur í næsta umræðuefni, eða venda okkar kvæði í kross, eins og sagt er, en næsta umræðuefni er: Umönnun hamstra. Hamstrar eru mjög fín dýr og mjúk en þau hafa viðkvæma sál og hafa tilhneigingu til að fá höfnunartilfinningu af minnsta tilefni. Þeir verða t.d. mjög leiðir ef maður er að fá sér að borða og þeir fá ekki að vera með. Þess vegna er gott í þeim tilfellum að sneiða þá niður á brauð. Þá fyrst fara þeir að njóta sín, sérstaklega í félagi við spægipylsu, eða eins og vel er við hæfi nú á útmánuðunum, hangikjöt. Hef prófað pizzu með dverghamstrasneiðum og var hún afbragð. Sneiðarnar eru eins útlítandi og rúllupylsusneiðar eftir bökun. Omg, Elísabet, varstu búin að heyra nýjasta slúðrið? Já auðvitað elskan mín. En yfir í aðra sálma, leikskólinn við Hamrahlíð. Þar er verið að leita af fólki sem væri áhugasamt um að skrá sig í blómaskreytingaáfanga á vorönn: Blómaskreytingar 103. Einnig er verið að reyna að koma á fót Nestissmurningi 103 sem mun vera ákaflega skemmtilegur áfangi, kenndur í tvær stundir á viku. Að ógleymdum hinum nauðsynlega áfanga Mundu hvernig kærastan þín lítur út 103 (Taki þeir til sín sem eiga). Takk fyrir í dag krakkar, sjáumst næsta miðvikudag!

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 17:08



16.12.03


Hérna... já.
Nú er ég loksins laus undan oki því sem kallast jólapróf og hefur íþyngt mér síðustu vikur og verið við það að sliga mig og brjóta mig á bak aftur. Já.

Solitaire er ömurlegur leikur, ÖMURLEGUR. Hann gengur bara út á heppni, ég kann miklu betur við svona heilalausa aksjónleiki eins og og Bejewelled og Collapse, þeir reyna sko aldeilis á styrk og þrautseigju, snerpu og ég veit ekki hvað, sumsé mannbætandi og göfgandi á alla vegu. Ó já.

Og ég veit alls ekki af hverju ég er að þessu rugli, til þess að skemmta mínum fáu vinum með rausinu í mér? Þá getið þið einu lesendur mínir Hildur og Vala bara hringt í mig, svo ég veit ekki. Ég held að ég nenni þessu ekki lengur.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 19:02



14.12.03


Operation Red Dawn

"Ladies and gentlemen... we got 'im."
Ooo, þetta eru nú meiri töffararnir.
Til heiðurs þessum hetjum fékk ég mér einmitt kaffi með kanil áðan... en það er einmitt mjög áberandi árátta kanans að láta kanil út í allan fjandann. Þetta er samt ekkert vont, ég hef gefið því nafnið "Freedom Coffee".
Annars var enginn smá anticlimax eftir þennan spennuþrungna blaðamannafund, þar sem fólk ætlaði alveg að missa sig úr fagnaðarlátum þegar Saddam var sýndur í læknisskoðun, þegar það var skipt aftur á Spaugstofuna og þeirra dásamlegu sýn á líf iðnaðarmanna. Svona álíka mikill anticlimax og þegar ég fór á tónleika með Sigurrós og í bílnum á leiðinni heim var Laddi í útvarpinu að syngja "Snjókorn falla".

Svo ég haldi nú áfram að tala um mat, þá hef ég fátt upplifað ógeðslegra upp á síðkastið (ekki það að ég hafi verið neitt á kafi í upplifunum, þegar út í það er farið, helvítis prófin hafa séð til þess) heldur en áðan þegar ég fékk mér all-bran. Nú, ég hellti því í skálina, og þar sem þetta voru svona dreggjarnar, var þetta allt hálfmulið og óspennandi. En ég lét það ekki á mig fá, ó nei, ég er sko kjarnakona. Ég bara skellti mjólk yfir allt saman, og viti menn, þetta bragðaðist bara svona líka prýðilega. Svo bregð ég mér rétt sem snöggvast frá, áhyggjulaus um hörmungarnar sem eru um það bil að dynja yfir. Því nema hvað, þegar ég kem til baka, og hyggst borða meira af þessu ljúffenga all-brani, þá hefur það sogað mjólkina í sig, og helvítis allbranið lítur út eins og ormagrautur, eða hægðir! Svo auðvitað gat ég ekki hugsað mér að leggja mér þetta til munns. Allavega ekki með opin augu, það er að segja.

Oh... hvenær hefur maður fengið staðfestingu á því að maður á sér ekki snefil af lífi? Jú, rétt til getið; þegar það mest spennnandi sem maður getur fundið til að blogga um er All-bran.
En já, engu að síður ætla ég að fara að uppfæra linkalistann, sem er að miklu leyti dauður, og þeir sem telja sig hafa tilkall til links, láti vita gegnum kommentakerfið takk.
Fleira var það ekki að sinni, þangað til næst...

Já og meðan ég man, þetta er maðurinn sem ég ætla að giftast þegar ég verð stór og prinsessa. (nei, ég var ekki að læra að setja myndir inná bloggið...)

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 20:03



13.12.03


Ég nenni ekki að vera sniðug núna. Betra að láta úmsið bara tala sínu máli.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 23:53



8.12.03


Should've seen it coming...

Þann 8. desember árið 1980 var John Lennon skotinn til bana.
Þann 8. desember árið 1995 var hljómsveitin Grateful Dead leyst upp í hinsta sinn.
Þann 8. desember árið 2003 var þreytt í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík hið alljótasta stærðfræðipróf sem ég hef nokkurn tímann séð. Þetta hefði maður auðvitað átt að sjá fyrir og halda sig bara heima. Þetta gat aldrei farið vel.

Ef ég ætti ekki svona óhemjufreka litlusystur væri ég núna að blogga í æðislega sætu nýju mjótölvunni minni. Sumir kalla svoleiðis fartölvur, en mér finnst mjótölva betra orð.

Oooog þá er það English, please.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 20:17



4.12.03


Helvítis jólapróf. Helvítis jarðfræði. Nú ætla ég að fara að gráta. Tárum úr steini.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 11:52

maystar maystar maystar designs | maystar designs |