[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


29.6.03


Alllllt í lagi... ég heeeellld að þetta sé að virka... vonum það besta...


|
sigrún ybbaði gogg klukkan 23:12





DJÖSS DRASL! Þetta átti ekkert að gerast!


|
sigrún ybbaði gogg klukkan 22:56





Ég biðst afsökunar á bloggleysi. Bloggið virðist hafa tekið upp á því í fjarveru minni að vera með stæla, íslensku stafirnir hafa vikið fyrir einhverjum óskiljanlegum táknum. Ég get til dæmis glatt lesendur (eða lesenda, ef einhver er, vottever) með því að ég hef ekki tekið upp nafnið Sigr?n Hl?, þetta eru bara stælar. Þetta minnir mig á guðsvolað kjaftæðið í Og Vodafone. Svei. Kommentakerfið er líka bilað. Tvöfalt svei. Spurning um að fá sér nýtt.

Annars er það að frétta að... æ, nei, það er ekkert að frétta. Ekkert skrýtið að ég skuli ekki nenna að blogga, ég hef ekkert að segja því líf mitt er svo óumræðilega viðburðasnautt. Ég er eiginlega snarómögulegur bloggari, því þegar eitthvað er í gangi hjá mér sem væri kannski vert að segja frá hef ég ekki tíma til þess að blogga um það, en þegar ég hef tíma til að blogga er það afþví ég hef ekkert annað að gera, sem þýðir að ég hef ekkert skemmtilegt að segja frá. Erfið staða.

Svo vil ég lýsa yfir hneykslan minni á því að allir skuli vera í útlöndum eða úti á landi með einhverjum danmerkingum eða einhvers staðar annars staðar en hjá mér, sem er bannað. Ekkisens. Ég auglýsi hér með eftir kjarngóðum blótsyrðum til að tjá reiði mína yfir svona ómennsku. (En neeeei elskurnar, ekki gegnum kommentakerfið, því úpps! það er bilað.)

Unglingavinnan er ekkert alltof skemmtileg. Það er Hildi að kenna, hvurn árann ertu að hugsa Hildur? Þetta gæti samt verið verra. Þó gæti þetta líka verið betra. Mér þætti til dæmis ofboðslega skemmtilegt að vinna við að gera ekkert með 600 kall á tímann.

Það var ekki fleira í bili.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 21:59



15.6.03


Frétt dagsins er sú að faðir minn á afmæli. Hann hefur í dag þrjá um fertugt, og er það gleðiefni. Sérstaklega af því að ég fékk súkkulaðiköku. Súkkulaðikaka er góð. Ég er annars búin að vera á einhverju nammiflippi síðustu daga, ég hef örugglega étið svona þrjú kíló af blandi í poka í gær og fyrradag, og Nammiland er mitt annað heimili. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra.
Í fríhöfninni á leiðinni til Parísar um daginn keypti ég How the west was won með Led Zeppelin. Mikið hrikalega er þetta unaðslegt. Queen er ég líka að fíla ógó vel þessa dagana. Ógó gaman.
Þjóðhátíðardagurinn er eftir tvo daga. Það er svolítið magnað. Það er líka magnað að árið skuli vera næstum hálfnað, sérstaklega í ljósi þess að mér finnst það vera nýbyrjað. Hugleiðið þetta.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 14:09



11.6.03


Heyrið... ég held að það hafi bæst við einhverjir bloggarar síðan í vetur... þeir sem vilja fá á sig link, vinsamlegast segi mér það eða komi því til skila í kommentakerfinu!!!

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 23:46





Ég er ekki frá því að Slata sé bara lifnuð við. Það er líka svo gott veðrið eitthvað. En allavegana... um helgina fagnaði ég próf- og skólalokum með því að fara til Parísar með móður minni ástkærri. Það var algjört æði, hrikalega gott veður og vá hvað þessi borg er falleg! Maður gleymir því alltaf hvað Reykjavík er ljót þangað til maður fer til útlanda... öll húsin þarna eru svo ofboðslega gömul og falleg, meðan húsin á Íslandi eru öll einhverjir skræpóttir steinsteypukassar. Ömurlegt. En það er nú samt allt í lagi að vera komin til Íslands... hitta alla vinina og svona. Unglingavinnan byrjaði í gær, þá var ég í Hlíðaskóla og það var alveg ágætt, en ég skipti samt, því það er svo miklu ágætara að geta labbað í vinnuna á fimm sekúndum og farið heim í hádeginu og svona. SUÐURHLÍÐABÚAR FÁ UPPREISN ÆRU! Loksins er það ekki ég sem get ekki farið heim í frímínútum eða götum því það er svo langt þangað. HE HE HE! Í nýja hópnum mínum eru sumsé eintómir stuðboltar, Hildur Ás, Hildur Sóley, Vala, Kolli, Sölvi, Árni, Skorri, Fura, Jósi, Ómar, Vigdís og öðlingurinn Ísak úr Víðistaðaskóla (ég gæti verið að gleyma einhverjum) Og í dag vorum við að vinna á leikskólanum Sólborg, það var ofsa gaman, fullt af hressum litlum krökkum sem reyndu að klifra yfir grindverkin og urðu svo ofboðslega bitrir þegar þeir gátu/máttu það ekki og fóru að kalla okkur ljótum nöfnum eins og "prumpusósa" "trjágreinafokkjú" "pissuprumpukúkatyppi" og sögðu mér meira að segja að "fá mér gott í gogginn". Þá móðgaðist ég sko. En þar sem þessi færsla er orðin svona löng, þá ætla ég að setja punktinn hér. (þetta hljómaði eins og endir á stafsetningaræfingu eða e-ð...)

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 21:18

maystar maystar maystar designs | maystar designs |