[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


9.3.03


Þess má geta (sér í lagi við þá sem lesa bloggið hennar Hildar eða eru hún) að kellingin í miðasölunni í háskólabíói bað mig ekki um skilríki! Hah, það sem ég varð upp með mér. Aðallega var ég þó fegin að vera ekki vísað brott, því það hefði haft talsverð leiðindi í för með sér.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 17:45





Fór á The ring í gær. Það var nú ljóta ekkisens hringavitleysan. Að vísu var ég skíthrædd en það breytir því ekki að þessi mynd hefur af að státa sennilega versta söguþræði allra tíma. Stelpa sem verður geðveik og tekur sér bólfestu í vídeóspólum, er eitthvað ósátt við það hlutskipti og fer að drepa saklausa unglinga? Hatar hesta og þess vegna brjálast þeir af því að vera nálægt henni og drekkja sér í sjónum? Ehm... þetta er nú örlítið fyndið ...svona eftirá. Enda átti ég ekki í neinum erfiðleikum með svefn og af einhverjum undarlegum ástæðum þorði ég alveg að horfa á vídeó, öfugt við suma.
Áðan var ég svo viðstödd kaffisamsæti í MR þar sem tilkynntar voru niðurstöður í stærðfræðikeppni sem haldin var þar. Ég var nú ekki nema í 4.-5. sæti, ásættanlegt en ja... ég hefði nú alveg getað notað 7.500 kall eða þaðan af meira... hehe nei ég segi svona þetta er ágætt. Auk þess tek ég ekki við mútum.
Orð dagsins: "I don't care what the neighbours say/ I'm gonna love you each and every day" ...líbrettistar í lagi, Led Zeppelin-menn.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 17:27



6.3.03


Fjandinn fjarri mér, lagið Right here waiting með Richard Marx, er hvorki meira né minna en NÁKVÆMLEGA EINS og júróvisjónlagið tilvonandi... Þó að bæði lögin séu náttúrulega lýsandi dæmi um formúlulög er óhugsandi að þetta sé tilviljun; magnað að það sé hægt að semja svona hryllilega leiðinlegt lag tvisvar. Lagið er auðvitað leiðinlegt hvort sem það er stolið eða ekki, eins og trymbill Botnleðju sagði. Það er náttúrlega Botnleðja sem á að fara í júróvisjón, ekki spurning um það. Ekkert nema höfuðsnilld, og það er vitað mál að við töpum hvort eð er, svo ég held það sé allt í lagi að vera ekkert að rembast við að búa til einhver "júróvisjónlög", heldur hrista aðeins upp í þessari steingeldu keppni. Nú hefi ek rasað út. Lifið heil.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 18:30



3.3.03


Ég er svo tryllingslega stolt af mér að ég gæti sprungið af einskæru monti. Mér tókst að setja inn shoutout, svo nú er minnsta mál í heimi fyrir ykkur öskurapana að æpa algjörlega að vild, og hvet ég hvern þann sem gæti slysast til að ramba hingað inn til þess að tjá sig um lífið og tilveruna, eða að öðrum kosti a.m.k. kvitta fyrir komuna. Annars ber því að fagna að síðan hefur að öllum líkindum tekið á sig endanlega mynd, í bili í það minnsta. Í dag fór ég í MR, það var feiknarlegt stuð, eins og við mátti búast. EN enginn geislavirkur kubbur þar... svo ég veit ekki...

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 18:38

maystar maystar maystar designs | maystar designs |