[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


14.3.07
Annað væri bara rugl

Jæja, ekki má maður nú endalaust láta sitt eftir liggja. Einhver verður að fylla þetta internet af sjálfhverfri vitleysu.

Stundum er ekkert gaman í efnafræði, og þá má semja rapptexta. Til dæmis svona:

Búmm tja, búmm búmm tja
Mér er drullufokkingsama um nafnakerfi IUPAC
Ég vil bara bösta feitar rímur eins og 2pac
Hvíldu í friði, heimurinn er ekki samur án þín,
hvers vegna getum við ekki lært að búa til morfín?
Rattata, lalala, ratalala.

Elísabet samdi líka eitt erindi, sem ég man ekki vel, en það var með víxlrími. Það var virkilega flott, miklu flottara en þetta.

Svo er ég búin að vera að gera allskonar. Allskonar leikhúsvitleysa er t.d. skemmtileg. Svo er stuð að selja hressum túristum dót. Ítalskir túristar eru erfiðir. Þeim finnst ekki nóg að ég skilji þegar þeir segja "Ég þarf tvo stuttermaboli handa tveimur tvíburum, þriggja ára að aldri" á ítölsku. Þeir vilja að ég tali ítölsku, og þeir vilja líka að það sé opið þegar það er alls ekki opið, og þeir vilja líka að ég taki við greiðslukortum sem ég get alls ekkert tekið við, og þeir vilja að ég selji þeim allskonar dót sem er ekki til.

Já. Svo ætla ég að tala um klám og Baug og kosningar. Eða nei. Ég ætla bara ekkert að gera það.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 23:42

maystar maystar maystar designs | maystar designs |