[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


23.11.06
Tilefni dagsins

Já það er komið að því sem allir hafa beðið eftir

MIÐVIKUDAGURINN 22. NÓVEMBER 2006 TEKINN ÚT, TEKINN Í GEGN, TEKINN TIL BÆNA


FYRIRTÆKI DAGSINS Í DAG 22. NÓVEMBER 2006

Efst á blaði:
Strætó bs. Ég hef vandræðalega lengi verið neikvæð gagnvart almenningssamgöngum, eða allt þangað til ég tamdi mér kæruleysislegra, allt að því heimspekilegt viðhorf: "Það er allt í lagi að bíða aðeins eftir strætó. Heimurinn hverfist ekki um þig eina, Sigrún." "Láttu það ekki á þig fá þótt þú þurfir aðeins að rölta meira af því þú fórst út á vitlausri stoppistöð, þetta er tækifæri til að hreyfa þig og uppgötva umhverfi þitt" "Strætóbílstjórinn er ekkert svona fúl á svipinn af því að hún hati þig, þetta er eflaust erfiður dag hjá henni, léttu henni þennan erfiða dag með því að brosa bara!" Í dag komst ég á þrjá mismunandi áfangastaði á einum farmiða og þurfti ekki að bíða lengur en 2 mínútur samtals.

Neðst á blaði:Pósturinn. Pósturinn og starfsmenn hans voru treg til að haga skipulagi sínu eftir mínum hagsmunum. Þau endursendu pakka sem ég hafði trassað að sækja í mánuð. Það er ekki eins og ég hafi ekki farið fýluferð í önnur útibú póstsins. Það er ekki eins og ég hafi verið spurð hvort ég vildi láta geyma pakkann minn í Austurstræti eða Skipholti. Ég er oft í Austurstræti, mun sjaldnar í Skipholti. Þeir hefðu a.m.k. getað sent ítrekun. Svo þóttust menn ekki vita hvaðan þessi pakki kom. Þessi pakki sem þeir voru nýbúnir að endursenda. Endursenda, á staðinn þaðan sem hann var sendur. Pakkinn minn. Fyrirtækjum eins og Póstinum myndi vegna betur ef þau löguðu stefnu sína betur að minni hentisemi. Sér það hver maður.


SJÓNVARPSÞÁTTUR DAGSINS Í DAG 22. NÓVEMBER 2006

Efst á blaði:
Njálufyrirlestur með mér sjálfri í aðalhlutverki. Systir mín sá hann á Internetinu og sagði að hann hefði verið leiðinlegur, nema þegar ég var, "ef þú hefðir ekki verið hefði ég kastað honum á haugana!" Takk?

Næst-efst á blaði:
Sigtið án Frímanns Gunnarssonar. Já það er ferlega skemmtilegt.

Neðst á blaði:
Krakkar í árshátíðarnefnd að farða sig.


LEIKUR DAGSINS Í DAG 22. NÓVEMBER 2006

Efst á blaði:
Skottaleikur. Þegar það var stungið upp á því að fara í skottaleik í leikfimitíma í dag reyndist kennarinn eiga nóg af skottum og við lékum. Þeir náðu bestum árangri sem voru sterkastir, sneggstir og minnst hræddir við að grípa í klofið á andstæðingunum.

Neðst á blaði:
Leikur að læra? Tja, þreyttur leikur.


JÓLAGJAFAÓSKALISTI DAGSINS Í DAG 22. NÓVEMBER 2006

Efst á blaði:
Óskalisti Magnúsar bróður míns. Hann er apaköttur. Hann vill fá njósnavél og tímavél. Hann langar að ferðast aftur til tíma kalda stríðsins og njósna. Ég spurði hann hvað hann langaði að njósna um. "Bandaríkjaforseta." Jæja.

Neðst á blaði:
Sjúklega þykk "Gjafahandbók Hagkaups" sem inniheldur m.a. "endurvakningu húðarinnar" og bleika vísindadótið "GIRLS' SCIENCE" You got it right, ef það er ekki bleikt höfðar það ekki til stelpna. Díses asnalegt.


Já ég hafði val um að læra eða að fylla Internetið af sjálfhverfu nöldri. Ég valdi.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 00:47

maystar maystar maystar designs | maystar designs |