[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


11.9.05
Laum

Alla jafna tharf ég ad fylgja stundatöflu bekkjarfélaga minna og sitja bókmenntatíma og sögutíma sem ég hef ekkert gagn ad, en ég ákvad ad nyta mér tímabundid frjálsraedi sem hlyst af heimsókn 27 danskra stráka í skólann í dag og laumast í tölvutíma med einhverjum ókunnugum bekk. Ég er nú meiri kellingin.

Eftir 10 mínútur er tölvutíminn búinn og thá fer ég nidur í bae ad syna Dönunum thad sem hér er ad sjá, allar barokkkirkjurnar og rústagardinn og thetta. Ég má velja stráka til ad leida um baeinn.

Á laugardaginn fer ég í annan trommutímann minn. Sá fyrsti var fyrir tveimur vikum. Ég er ekki búin ad aefa mig, thví ég á engar trommur.

Bless

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 10:48



Keepin it real in Székesfehérvár

Svo eg vitni i ord samskiptinema mins bandarisks, adspurds um lidan sina her i bae. Sá er mjög töff og hefur tungutak sem enginn nema ég skilur, thví ég er sú eina sem frá frumbernsku hefur verid umlukin bandarískri afthreyingarmenningu.

Raet. Eg skildi sidast vid ykkur thar sem ég hafdi tynst og fundist á leid heim úr skóla. Thad sem ég vildi sagt hafa um aevintyrid thad en vannst ekki tími til VAR, ad thegar ég gerdi mér grein fyrir thví ad ég vaeri tynd og thyrfti upp á eigin spytur ad finna heimkynni mín, fylltist ég frelsistilfinningu og leid eins og heimurinn laegi ad fótum mér og ég gaeti gert hvad í fjandanum sem mér syndist. Ég var í fúlustu alvöru farin ad skipuleggja lestarferd til Budapest thegar thessi tilfinning veik fyrir annarri og adgangshardari: Ég thurfti ad pissa. Thad fékk ég thó ekki fyrr en thremur tímum sídar thegar ég sneri aftur heim úr sveitinni. En til marks um thessa ferd er ég nú med mjög krists-legt sár í ilinni, eftir ad hafa labbad berfaett (vegna haelsaeris) í einhverju vafasömu grasi í vegarkantinum (utan vid borgarmörkin).

Ég hugdist sídar í vikunni kaupa mér föt en hér fáast hvergi föt sem eru nógu smart fyrir mig. Ég virdist almennt vera mun meira smart en allir hérna. Ég hef séd eina manneskju í flottum skóm. Allir hinir eru í einhverjur fáránlegum bleikum götóttum támjóum mokkasínum. Hlaegilegt. Huh. Svo kom ég heim og fór e-d ad taka til í fataskápnum, komu thá ekki í ljós thessir líka yndislegu kjólar. Ég spurdi hverju thetta saetti og thá voru thetta kjólar sem módirin hafdi klaedst í brúdkaupsveislu sinni. Ég fékk ad eiga kjólana thví engum nema mér datt í hug ad klaedast theim lengur. Mér voru sídan syndar brúdkaupsmyndirnar af theim hjónum. Thau hafa vaentanlega baedi dvalid drjúgan tíma í aulalegi thví thau voru jafnvel aulalegri en blódforeldrar mínir á sínum brúdkaupsdegi.

Mig dreymdi í nótt draum thar sem gervisystir mín bruggadi vín úr blódi manns sem hafdi verid drepinn a hrottalegan hátt. Eda svo sagdi hún ad minnsta kosti. Hún drakk thad en ég afthakkadi og hún lét eins og ég hefdi afthakkad papriku (sem ég mun n.b. aldrei aftur gera, thau urdu svo sár fjölskyldan ad ég var naestum skridin undir bord ég skammadist mín svo)

Í gaerkvöldi fór ég svo á tónleika med födurnum í félagsheimilinu thar sem hljómsveitin Fanta Group, stofnud á 7. áratugnum hér í Fehérvár, tród upp. Their höfdu eflaust engu gleymt en ég hef mínar efasemdir um ad their hafi verid svo rasssídir árid 1966 sem their voru í gaerkvöldi. Their léku svokallada létttónlist (ordrétt thyding á yfirlystri tónlistarstefnu theirra) - gamaldags rokk og ról, og thad var mikid dansad. Dansararnir höfdu eflaust átt sinn blómatíma á svipudum árum og hljómsveitin. Ég útdeildi í huganum til theirra verdlauna í ymsum flokkum. Sigurvegararnir voru thessir:

  • Sveittasti: Gaeinn sem skipti um skyrtu thrisvar, en hefdi thó thurft ad skipta mun oftar.
  • Raektarlegasta yfirvaraskeggid: Margir kandídatar. Sá med svarta skeggid sem vard smám saman hvítt sem thad óx nidur med vöngunum hafdi thó vinninginn.
  • Mesta paejan: Konan hans, hún var svo hress og glöd og spengileg
  • Mesta paejan ad eigin mati: Einhver kona í bleikum hekludum topp, berum í bakid svo sást greinilega í fellda ledurhúd, svo var hún í svo ljótum skóm ad ég gat ekki horft, hún paejadist mikid og dansadi vid alla nema manninn sinn
  • Mesti rebbinn: Gaeinn sem var alltaf ALLTAF ad renna höndunum í gegnum hárid, ad haetti John Travolta
  • Elegans: Dama í sídkjól hverrar ektamadur sneri stödugt í hringi og hún snerist sem eftir vel stilltu gangverki, já ég get ekki lyst thví betur
  • Thrákelknasti skallinn: Líka margir sem komu thar til greina, thessum eilífdartöffurum var ekki ljúft ad vidurkenna fyrir sjálfum sér eda ödrum ad hárid vaeri adeins farid ad thynnast í hnakkanum. En sá sem baud öllu birginn og var med tagl fyrir nedan skallablettinn vann.

Ég hef verid innritud í tónlistarskóla, fer í píanótíma einu sinni í viku frá og med thridjudeginum. Líst vel á kennarann, hann sagdist hafa komid til Íslands og fundist thad aegifagurt. Thad er ekki píanó heima, en hins vegar eru thrjár ljúfar eldri dömur sem búa fimm mínútur í burtu sem hafa bodid mér ad koma og aefa mig hjá sér. Ég prófadi í gaer, thaer létu stilla flygilinn, stofustássid, fyrir mig. Hann er gamall og austurrískur og hljómar saemilega. Ég spiladi eftir nótum sem thaer áttu: Zehn Weltschlagere no. 18, gefid út 1956, og geymdi t.a.m. thyskada útgáfu af Banana Boat Song; Theo, Theo. Gedveikt. Nóturnar voru reyndar fyrir harmóniku, en thad gerdi ekki svo mikid til. Ég var sídan ad vonast til thess ad ég gaeti kríad út trommunám líka, ég sá ad thad er líka í bodi í tónlistarskólanum.

Svo allt er gedveikt enn sem komid er, skólasystur mínar sem eru med mér í kórnum hafa tekid mig ad sér og nú hangi ég á kaffihúsum alla daga. Verst thykir mér thó ad geta ekki verid fyndin. Ég hef einu sinni verid fyndin hérna. Thad var thegar ég var í kjólnum hvíta af Sögu og Eddu systur hennar og sat vid eldhúsbordid eitthvad ad stúdera. Thá sagdi systirin ad ég vaeri eins og engill. Thá sagdi ég: Haha, kannski bara Csacska angyal?! En thad thydir asnalegur engill og er ungverska heitid á grídarlega kjánalegri (döbbadri) argentínskri sápu sem er synd hér vid miklar vinsaeldir og er um einhverja feita konu sem er asnaleg og rosa listraenan gaeja sem á snobbada konu. Thetta thótti fyndinn brandari og ég fórnadi höndum.

Jaeja. Tíminn ad renna mér úr greipum. Ég bid ad heilsa! Eins og Jónas! Haha, tilviljun.


|
sigrún ybbaði gogg klukkan 10:48



6.9.05


Nú er langt sidan ég sidast skrifadi, thad er ekki mer ad kenna heldur stopulum netadgangi. Eg er nuna i tölvufraeditima i skolanum. A milli thess sem tölvufraeditimar eru er tölvustofan lodud aftur en ég byst vid thvi ad eg verdi her a sama tima ad viku. Er thad vel.

I gaer var platsystir min buin i skolanum a undan mer svo eg thurfti ad taka tvo straetoa heim. Ein. Eg vissi fyrirfram ad eg myndi kludra thessu en thar sem eg var ekki timabundin nadi straetofobia min ekki tökum a mer. Eg settist upp i fyrri straetoinn og horfdi fast ut um gluggann i leit ad supermarkadnum. Eg hafdi ekki enn komid auga a neinn supermarkad thegar straetoinn stoppadi og allir foru ut. Lika bilstjorinn. Uhh, timinn en buinn en sagan endar thannig ad eg fann heimili mitt eftir fjögurra tima labb um borgina, en samt adallega fyrir utan borgarmörkin. Bae...

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 11:43

maystar maystar maystar designs | maystar designs |