[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


12.12.04
Kerlingaket

Amma mín góða í sveitinni er í heimsókn. Hún var að dást að dúkku sem systir mín á og sagði sposk:
"Ég lék mér nú alltaf bara við stráka þegar ég var stelpa. Átti aldrei dúkku, það er þess vegna sem ég er svona kaldlynd." Þetta er sama amma mín og sagði í sumar þegar það ráfuðu nokkrir kettlingar inn í garðinn hennar: "Mikið eru þessir fallegir. Það væri gaman að flá þá og búa til úr þeim jakka." En hún gerði einmitt þetta sama þegar hún var lítil.

Ég er búin að finna alveg örugga leið til að eignast hvað það gæludýr sem mann lystir.
Ég: "Heyrðu, ég ætti kannski bara að fara að drífa mig að eignast börn?"
Pabbi: "Aaa... eigum við ekki frekar að gefa þér páfagauk."

Það er svo skrýtið, þegar ég er í prófum, verður takmarkið, þ.e. próflok, alltaf minna og minna eftirsóknarvert eftir því sem ég nálgast það. Kannski vegna þess að ég, af miklu raunsæi og glöggleika, reynslu og visku, þykist vita að það verður ekki jafn mikill léttir og taumlaus ánægja að komast í jólafrí og allir halda. Foreldrar til dæmis, sem eru ekki búnir að vera lokaðir inni í próflestri í hálfan mánuð og eru soldið farnir að ærast úr stressi, sjá sér leik á borð að hella því öllu yfir mann sjálfan. AHH, krakkinn er ekki lengur í prófum, nú getum við sagt allt sem við höfum byrgt inni því við fengum ekki af okkur að segja það við aumingjann, yfirkominn af kvíða og þreytu; VILTU EKKI FÁ ÞÉR VINNU! ÞURRKAÐU AF Í STOFUNNI! EKKI BORÐA ALLAR SMÁKÖKURNAR! Það endar með því að ég kem út úr síðasta prófinu full af söknuði og veit að ég fæ ekki lengur að njóta þess að fá að beina sjálfsaganum í einn farveg, vera eins og subba á öllum öðrum sviðum en lærdómslegum - en líða samt alveg helvíti vel. Núna þegar ég á bara þrjú próf eftir er ég strax farin að sjá kostina; geðveikt notalegt að vera á Íþöku eitthvað, Minesweeper og kapall veita ótrúlega andlega fullnægju, allir verða ótrúlega virkir bloggarar, maður getur vakið langt fram á nótt og étið hvað sem manni sýnist og ekki einu sinni samviskan böggar mann!

Og auðvitað fæ ég þessa hugljómun þegar prófin eru að verða búin, og allur nóvembermánuður fór í afneitun og að kvíða prófunum. -Ekki það að það sé ekki 1. júní á morgun... haust í gær, sumar á morgun og hinn daginn er ég og allir sem ég þekki dauðir.

Æ nú langar mig að segja eitthvað skemmtilegt. Nei ég veit ekkert skemmtilegt.

JÚ, HOHHOHÓ HÆ HÓ, ég var að fatta að efnafræðiprófið er klukkan 13:30 en ekki 11:30 í fyrramálið. Þetta breytir öllu, ÖLLU! Geðveikt. Ég ætla núna að fara að sofa og vakna svo klukkan sjö í fyrramálið. Plan? Plan.

Gullfiskasagan kemur næst og rassasagan kannski einhvern tímann líka. Já, kannski einhvern tímann eitthvað! Einhvers staðar einhvern tímann aftur! Mig dreymdi um daginn að ég væri í svona söngva-actionary í skólanum, öllum voru réttir miðar með einhverju lagi til að syngja og hinir áttu að giska á hvað lagið var. Ég fékk ekki miða, ég fékk appelsíndós. Og söng "Einhvers staðar einhvern tímann aftur", sem var í appelsínauglýsingu fyrir löngu. Fyrir daga Nælon. Einhver að ráða í drauminn, takk.

Allir eiga að hlusta á Sykurmolana, vei!

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 23:14



11.12.04
Oj, dónó

Hildur kom til mín í gær. Ég sagði henni hvað mig langaði mikið í stóran páfagauk sem talaði. Þá sagði hún að Valborg vinkona hennar ætti páfagauk sem goggurinn væri nýdottinn af.

Hildur: "Og hann getur hvorki borðað né drukkið."
Magnús bró: "Og hann þarf ekki að bursta tennurnar!"



Ég er svo mikill grínari.

Klúr rokktexti #7

There's something about you, baby
It happens all the time
Whenever I'm around you, baby
I get a dirty mind

It doesn't matter where we are
It doesn't matter who's around
It doesn't matter

I just wanna lay ya down
In my daddy's car
It's you I really wanna drive

But you never go too far
I may not be your kind of man
I may not be your style
But honey all I wanna do
Is just love you for a little while

If you got the time
I'll give you some money
To buy a dirty mind
Don't misunderstand me
I never fool around
But honey you got me on my knees
Won't you please let me lay ya down (down, down, down, ...)

I really get a dirty mind (mind, mind, mind, ...)
Whenever you're around
It happens to me everytime (time, time, time, ...)

You just gotta let me lay ya
Gotta let me lay ya, lay ya
You just gotta let me lay ya
Gotta let me lay ya down

In my daddy's car
It's you I really wanna drive
Underneath the stars
I really get a dirty mind
Whenever you're around

I don't wanna hurt you, baby
I only want to lay you down

Oj, dónó. Prince er samt ógeðslega hress. Dirty mind er skemmtileg plata.

Ég ætla núna á Íþöku. Það er góð kommúna.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 11:26



8.12.04
Mexíkóinn

Mamma: "Æi, ertu búin að færa prentarann niður?!"
Ég: "Já, það er svo mikið vesen að prenta uppi."
Pabbi: "Sko ég skal segja ykkur hvað er að. Tölvumálin á þessu heimili eru í ólestri." (En hans æðsti draumur er að kaupa alhliða skrifstofusamstæðu sem samanstendur af prentara, skanna og ljósritunarvél.)
Ég: "ÞIÐ eruð í ólestri."
Mamma: "En þú, þú ert sko bara í próflestri!"

Ég gat auðvitað ekki sagt neitt við þessu.

Það eru 8 próf eftir. Mig langar að standa mig vel í þeim öllum. Nema dönsku kannski. Mér er alveg sama um dönsku. Ég hef ekki lært neina dönsku síðan í 10. bekk. Það eina sem við höfum líka gert þetta eina og hálfa ár eru "búllsjitt-verkefni" eins og Edda Snorra kallaði þau. Svona "Búið til ferðaáætlun fyrir Tómas og Súsönnu á ferðalagi þeirra um Jótland"-verkefni.

Það er samt merkilegt, ég er ekki í neinu jólaskapi, ekki það að ég vilji ekki láta það eftir mér meðan ég er í prófum, það bara er ekki þarna. En ég gat ekki lært í gær því mandarínubragð er svona nei-þú-þarft-ekki-að-hafa-áhyggjur-af-neinu-þú-ert-í-jólafríi!-bragð. Og svo þurfti ég svo mikið að föndra. Þegar ég var lítil... eða reyndar fram eftir öllum aldri var ég haldin svo mikilli föndursýki, og þá sérstaklega í desember, að húsið var allt útklínt í lími og glimmeri og klippirusli. Eitt sinn föndrari, ávallt föndrari!

En ég var dugleg í líffræðiprófinu. Hahha!

Sjáum svo til með íslenskuprófið á morgun... dagurinn í dag hefur aðallega farið í að renna mér um allt hús á ullarsokkum og dansa við Prince og þykjast leita að íslenskubókinni minni. Ég var samt í alvörunni að leita að súkkulaði. Fann til dæmis hálfétið kúlusúkk. Og fullt af smartísi í niðursuðudósaskúffunni.

Bless, bless.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 19:50



5.12.04
Ætti ég að blogga? Nei, en...

Í dag og í gær hef ég stundað það af kappi að gæta barna með eyrnatappa í eyrunum (þ.e. mínum eyrum). Hafði lítil afskipti af þeim, utan nokkur samtöl, frekar einhliða. En fullnægjandi engu að síður. Líka mjög grennandi gæsluaðferð, því það er svo þreytandi til lengdar að hlusta á hávaðann í kjálkunum á sér.

Mæli semsagt með þessu.

Þ.e. ef þér er sama þótt öll efri hæðin í húsinu þínu líti út eins og í eftir herdeild íslenskra kristniboða.

Í dag lærði ég líka af kappi. Ýkjulaust held ég að ég hafi lært meira í dag en alla undangenga önn samanlagt. Gott eða slæmt? Veit ekki.

Og já, þessi Ýmir gæi sem var í tímariti moggans í dag. Tvítugur á lokaári í stærðfræði í HÍ, "kennir í dæmatímum, spilar á píanó, dansar og flýgur" ...dansar og LÝGUR, segi ég. Huh.

Haha, ég er að hlusta á ipodinn minn... kveikti á honum áðan og ekkert heyrðist. Hækkaði og hækkaði og það gerðist ekkert. Það var vegna þess að ég var með heyrnartólin um hálsinn, ekki í eyrunum. Ég er ekki með sjálfri mér. Sjitt, ég hlýt að vera ólétt.

Fyndið samt, ég er svo fáránlega sátt og í miklu jafnvægi miðað við að ég er að fara í stærðfræðipróf á morgun, vitandi að ég er að fara að... jah, kúka í buxurnar. Það er eiginlega til marks um óhóflega bjartsýni og jákvæðni mína að sem ég skrifaði þetta hugsaði ég: "ÞETTER ALLT Í LAGI MAÐUR, þá verð ég bara í pilsi!" Abnormalt.

LÆRA! MEIRA! FALLHLÍF!

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 20:55



2.12.04
Til hvers að eiga bloggsíðu ef maður vekur hana ekki til lífsins í prófatíð?

Ég tek til í fataskápnum mínum af eirðarleysi.



Ástralskt frumbyggjagrín.

Klúr rokktexti #6

Hélt einhver að þessi liður væri dáinn? Að ég væri kannski búin að gleyma honum? Óhónei!

You know I never
I never seen you look so good
You never act the way you should
But I like it
And I know you like it too
The way that I want you
I gotta have you
Oh yes, I do

You know I never
I never ever stay out late
You know that I can hardly wait
Just to see you
And I know you cannot wait
Wait to see me too
I gotta touch you

Viðlag:
'Cause baby we?ll be
At the drive-in
In the old man?s ford
Behind the bushes
Till I?m screamin? for more
Down the basement
Lock the cellar door
And baby
Talk dirty to me

You know I call you
I call you on the telephone
I?m only hoping that you?re home
So I can hear you
When you say those words to me
And whisper so softly
I gotta hear you

Viðlag

CC, pick up that guitar and talk to me!
dæræræræræ, ofsalega langt og tilþrifamikið hársóló

Viðlag og svo búið.

Kannski ekkert tryllingslega klúrt, en gratt er það!
Svo dásamlega vontgott, og innihaldslausari texta hef ég aldrei heyrt.

Nýja uppáhaldslagið ykkar allra, Talk dirty to me með Poison.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 17:57

maystar maystar maystar designs | maystar designs |