[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


27.7.04
Ókei?

Ókei!
Ég hef smám saman komist að þeirri niðurstöðu að matur, föt og svefn er fyrir aumingja. Fyrir aumingja segi ég! Og af hinu illa jafnvel.


Skyldueign á hverju heimili.

Í sumar hef ég meðal annars lært:
  • hvers vegna kínakál heitir kínakál (en það er af því að fræin eru rauð)
  • að það heita ekki allar finnskar hljómsveitir skemmtilegum nöfnum eins og Dingo eða Rasmus (sem er samkvæmt Iilkka, vinnufélaga mínum "sheet music", eins og tónlist svartra manna) heldur heita sumar þeirra Chlamydia og Children of Godom. Godom er stöðuvatn nálægt Helsinki þar sem þrír unglingar voru myrtir á hrottalegan hátt. Morðinginn hefur ekki fundist enn.
  • að allt er fyndið á finnsku
  • mörg blótsyrði á finnsku
  • hvernig maður segir "hestköttur", "blómkál", "hættið að hoppa", "járnhestur", "grjóthaltu kjafti", "tilbreyting er frískandi" og margt fleira á finnsku
  • að Finnland er gimp.

Það er gott að vera einn heima, því þá getur maður iðkað fullkomlega eðilega hluti sem gætu þó reynst öðrum fjölskyldumeðlimum hvimleiðir eða slæmt fordæmi, eins og að ganga um á nærbrókinni, blasta Oxzmá, borða við tölvuna og spila Bartók ef manni sýnist svo. Undir venjulegum kringumstæðum er ekki hægt að spila Bartók þó manni sýnist svo, því þá umturnast mín annars dagfarsprúða fjölskylda í sirkus af brútölu gerðinni, þessari þar sem hnífakast og mannát er stundað, og sturluð ómegðin gengur berserksgang, ber á potta, ælir, grætur og kömmar. Eyru, fætur og höfuð fá að fjúka og svona má lengi telja. En ekki núna, svo ég ætla að spila Bartók í alla nótt, bara af því að ég get það.

Nú, fyrir þá sem ekki hafa fengið nóg af ofbeldi og klámi bendi ég á Elísabetarsíðu. Og þeim sem vilja lesa mína síðu aftur en eru búnir að gleyma slóðinni bendi ég á að fara á google og slá inn eitt þessarra leitarskilyrða:

1. Brjóst

2. Ríða

3. Illa lyktandi unglingar á Íslandi.

Þetta virðast einhverjir hafa gert, og það með góðum árangri. Svo ég kveð að sinni, bless krakkar.

p.s. látið svo bara vita ef ykkur langar í link, mér finnst vont að hugsa.



|
sigrún ybbaði gogg klukkan 01:41



20.7.04


fum. Mer finnst tæpt ad ætlast til ad gedheilsan haldist oskert. Hv

SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 12:59





er er memm a James Brown?

SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 12:59





I gardinum misþyrmir her trylltra villibarna kettlingum med golfkyl

SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 12:59



10.7.04
Fyrirspurn

Halló,

Ég heiti Elísabet og er 16 ára. Ég á vinkonu sem heitir Sigrún. Hún er líka 16 ára. Einu sinni sáum við bíómynd sem heitir Zorro. Við hrifumst af þokka og fegurð skylmingaíþróttarinnar. Síðan þá hefur blundað með okkur þrá fyrir að fá sjálfar að göfga líkami okkar með slíku athæfi. Þegar við komumst á snoðir um að í Reykjavík væri starfrækt skylmingafélag fóru hjörtu okkar að slá hraðar og þessi fyrrnefnda þrá blossaði upp. Það er því með gleði í hjarta sem við sendum þennan póst og vonumst til þess að fá að ganga til liðs við ykkur.
Það eina sem okkur langar að vita er þetta:
1) Hvenær eru æfingarnar?
2) Hvað koma þær til með að kosta okkur?
3) Við erum systur í anda, getum við fengið systkinaafslátt?
4) Getum við farið í prufutíma? (Því að sjálfsögðu þurfum við að gefa okkur þann fyrirvara að æfingarnar séu ekki á nógu háu plani og henti okkur þar með ekki.)
5) Þurfum við sjálfar að verða okkur út um viðeigandi útbúnað? (Þ.e. sverð, andlitsgrímu og hatt)
6) Sigrún á samúræjasverð, dugar það ekki?

Með vinsemd og virðingu,
Elísabet og Sigrún.

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 21:22

maystar maystar maystar designs | maystar designs |