[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


30.4.04


Fyrir skammri stundu reyndi einhver fávís ógæfumaður að telja mér trú um að það væri föstudagur. Ég frussaði framan í viðkomandi og hljóp aftur á vit hljómfræðinnar. Kannski er ástin sígræn.

SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 21:29



29.4.04
Vaggaðu ekki bátnum mínum

Það minnist þess kannski einhver þegar ég lýsti því yfir hversu mikið ég girntist þessa peysu, fyrir hálfum öðrum mánuði á að giska. Um daginn bar það svo til að fékk ég óskir mínar uppfylltar og móðir mín kom færandi hendi með hana frá útlandi, án þess meira að segja að ég hefði nokkuð sífrað um hana. Þá varð ég glöð. Út frá þessum atburði hef ég dregið þá ályktun að ef maður bara girnist eitthvað nógu mikið, þá verði manni fært það á silfurfati, án þess að maður þurfi nokkuð fyrir því að hafa. Þannig hlýtur það bara að vera.

Og talandi um færandi hendur, þá færðu hendur Hjartar og ættboga hans mér safn verka Bubba Marley og vælukjóanna hans frá 1967 til 1972 núna rétt áðan... eða ritsafn Bob Marley eins og móðir mín kallaði það. Þetta er mesta gleðiefni og unaður í alla staði... stefni á að drekka þetta í mig af miklum móð samhliða fræðunum í komandi prófum. Ekki spillir svo að herlegheitin eru innbundin ásamt mjög girnilegri ritgerð um þá félagana. Hún er reyndar á frönsku en ég hef ekki í hyggju að láta það stöðva mig... það slær þá að öllum líkindum bara á samviskubit fylgjandi væntanlegu lærdómsleysi.

Áðan var ég að tala við Hildi. Við Hildur erum fyndnar. Hjálagt því til sönnunar er eftirfarandi - en fyrst verð ég að taka fram að display-myndin hennar Hildar var svona og mín var þessi þarna af skákborðinu sem var bara átómatískt stillt inná messengerinn... og hér kemur það:

If you can't beat them..bite them!..www.neisko.blogspot.com says:
jájá..þú ert bara mörður
If you can't beat them..bite them!..www.neisko.blogspot.com says:
hvað segiru annars?
zlin! says:
er ég mörður já
zlin! says:
þá ert þú lúða
zlin! says:
en já... ég er bara kát
zlin! says:
en þú'
If you can't beat them..bite them!..www.neisko.blogspot.com says:
jájá sama hér segi ég
zlin! says:
kát sem... öh, slát
If you can't beat them..bite them!..www.neisko.blogspot.com says:
já skák og mát!
If you can't beat them..bite them!..www.neisko.blogspot.com says:
úff.....þetta hafði sko klassa
If you can't beat them..bite them!..www.neisko.blogspot.com says:
passaði við þína mynd
zlin! says:
BARNAÁT!

Ó vell, I guess you had to be there.

Klúr rokktexti #5

Þetta eru sumsé þýsku grínþungarokkarnir í Knorkator upp á sitt besta í "Ég vil bara ríða".

Ich will nicht mit Dir nach Italien fahren
Und nicht dem Sonnenuntergang zugucken
Ich will nicht deine Eltern kennenlernen
Und auch nicht auf deine Katze aufpassen
Mich interessiert nicht, wann Du geboren bist
Oder was deine Tante von Beruf ist

Ich will nur fickn fickn fickn fickn fickn fickn fickn
Ich will nur fickn fickn fickn fickn fickn fickn fickn

Ich will nicht da sein, wenn du krank bist
Dir den Schirm halten, wenn es in Strömen gießt
Mich interessiert nicht die Musik die Du hörst
Ich will nicht wissen welches Auto Du fährst
Ich habe keine Lust mit Dir zu essen
Oder mich stundenlang zu unterhalten

Ich will nur fickn fickn fickn fickn fickn fickn fickn
Ich will nur fickn fickn fickn fickn fickn fickn fickn

Für deine Scheiße Kein Interesse
Ach sei doch leise Und halt die Fresse

Ich will nur fickn fickn fickn fickn fickn fickn fickn
Ich will nur fickn fickn fickn fickn fickn fickn fickn


Í lauslegri þýðingu (minni):

Mig langar ekkert að fara með þér til Ítalíu
eða að horfa á sólarlagið
Mig langar ekkert að kynnast foreldrum þínum
og ég vil heldur ekki passa kettina þína
Mér er sama hvenær þú fæddist
og við hvað frænka þín vinnur

Ég vil bara RÍÐA ríða RÍÐA ríða RÍÐA ríða RÍÐA
Ég vil bara RÍÐA ríða RÍÐA ríða RÍÐA ríða RÍÐA

Ég ætla ekkert að hugsa um þig þegar þú verður veik
Ég ætla ekki að halda á regnhlífinni þegar það hellirignir
Það vekur ekki áhuga minn hvaða tónlist þú hlustar á
Mig langar ekkert að vita hvernig bíl þú ekur
Ég hef enga löngun til að snæða með þér
Eða skemmta mér tímunum saman*

Ég vil bara RÍÐA ríða RÍÐA ríða RÍÐA ríða RÍÐA
Ég vil bara RÍÐA ríða RÍÐA ríða RÍÐA ríða RÍÐA

Hef engan áhuga á saurnum þínum
Oh, þegiðu bara og hættu þessu nagi*


*Ég undirstrika: lauslegri.

Þá kemur mér til hugar grein sem ég las í dag í einhverju stúlknaritinu sem bar heitið "Mind games boys play", og fjallaði um hvað strákar væru miklar tófur í samskiptum við hitt kynið, frá þeirra eigin sjónarhorni nóta bene. Sú grein fékk mig til að missa alla trú á karlkyninu. Það var nú ekki fallegt, þetta eru ágætisgrey upp til hópa skilst mér, því að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, enginn verður óbarinn biskup, sjaldan er ein báran stök, mör spillir meyjum, mergur húsfreyjum, kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða, dýrt er skraddarans pund og eins dauði er annars brauð.

Þetta síðasta var stílæfing fyrir íslensku ritgerðina á morgun og gegndi því hlutverki að friða samviskuna. Mikið líður mér vel núna.

Þótt það stríði gegn siðferðiskennd minni ætla ég að birta niðurstöður úr einu af þessum bráðnauðsynlegu sjálfsprófum, þó ekki væri nema vegna þess að það eru líklega allir löngu búnir að gefast upp á þessari helvítis allt of löngu og tímafreku færslu, ég sjálf meðtalin.


What Beatle are you?

George Harrison

You are wise beyond your years, caring. A listener, not a talker.

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.


Skák er sexí, krakkar!

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 21:26



25.4.04


Nu er gaman ad sja hvort tetta virki. Jean-Baptiste Lully var drasl.

SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 23:56



24.4.04
Segð' ekki nei, segðu kannski kannski kannski

Ég er orðin geðveikt góð í að flauta, enda flautaði ég Öxar við ána samfellt í klukkutíma um daginn og svo er ég líka búin að flauta Segð' ekki nei, segðu kannski kannski kannski á færeysku í allan dag. Ég flauta ótrúlega fallega orðið, þið ættuð bara að heyra.

Klúr rokktexti #4

Welcome to Tijuana
Tequila, sexo y marihuana


Þetta er nú ljótt að heyra, kynlíf áfengi og eiturlyf, ekki líst mér á það!

Að auki er Ketjak málið í dag. Tékkið á hljóðdæmunum, þetta er príma.

En nú er Vala orðin svöng svo ég ætla að fá mér að borða.
|

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 18:03



20.4.04
Stuð og stemning, vú hú

Mér varð áðan litið á vítamínstauk sem stendur á eldhúshillu heima hjá mér. Á honum stóð eftirfarandi: "Græskarkerner, Cucurbita Pepo". Nú er þetta örugglega mjög heilnæm og heilsubætandi jurt, en kúkur bíta peppó? Uss, þessir Danir! (og latínulendingarnir maður, ha, grallararnir!)

Klúr rokktexti #3

Why don't we do it in the road?
Why don't we do it in the road?
Why don't we do it in the road?
Why don't we do it in the road?
No one will be watching us
Why don't we do it in the road?
Why don't we do it in the road?
Why don't we do it in the road?
Why don't we do it in the road?
Why don't we do it in the road?
No one will be watching us
Why don't we do it in the road?
Why don't we do it in the road?
Why don't we do it in the road?
Why don't we do it in the road?
Why don't we do it in the road?
No one will be watching us
Why don't we do it in the road?


Obbobobb, gera hvað spyr ég nú bara!
|

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 17:29



15.4.04
Ceci ne sont pas des chaussures!

Þegar ég lít til baka yfir nýliðna páska eru mestu vonbrigðin (fyrir utan þau augljósu að ég hegðaði mér eins og aumingi allan tímann) hvað ég fékk hryllilega andlausan og óspennandi málshátt. "Að leyna fundi er að líkjast þjóf" -hvers konar speki er þetta eiginlega fyrir mig til að lifa eftir út árið og hluta af næsta? Ha? Hver getur svarað því? Þessi málsháttur er ekki sniðugur og ekki fallegur og það er svo sannarlega ekki mikil viska fólgin í honum, tjah nema kannski fyrir þá sem leggja það í vana sinn að fela allt sem þeir finna, svo fjölmennur hópur sem það hlýtur nú að vera. Þar að auki gengur þetta í berhögg við hinn útbreidda alþýðuvísdóm að sá eigi fund sem finni. EN örvæntið ekki, lesendur, ég ætla ekki að nöldra meira yfir þessu - það var langt í frá tilgangurinn með því að minnast á þetta - nei, ég vakti máls á þessu eingöngu til að benda á leið út úr andleysinu og væskilsgangnum. Það sér hver maður að BRANDARAR eru það sem blívur í páskaeggjunum. Svona stuttir og skemmtilegir gátubrandarar sem létta lund OG hafa tilgang og gildi hvað framtíðina varðar. Hugsið ykkur, hvert mannsbarn lærir páskabrandarann sinn utan að og geymir hann í hjarta sér, í öruggri vissu um að næst þegar einhver spyr í vandræðalegri þögn eða af einskærum leiða: "Uh, kanntu ekki einhvern brandara?" standia það ekki á gati, heldur svari stolt og fullt sjálfstrausts: "Hvað er það sem er brúnt og skríður upp buxnaskálm?" Spyrjandinn hváir gáttaður og þá svarar mannsbarnið án þess að hika andartak: "Það er kúkur með heimþrá." Þá loksins að brandarahefðinn festist í sessi lifum við í fullkomnum heimi.

Og já, í dag flutti ég fyrirlestur í íslenskutíma um bloggfyrirbærið, sem mér tókst loksins á þriðja tímanum í gærkvöldi að skrifa eftir að hafa háð erfiða baráttu við minn óæðri mann. Ef einhvern langar að lesa þessa dómadagsvitleysu er ég viljug til að birta hann... segið bara til.
|

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 01:16



13.4.04
Þú ert fífl, elskan; ég furða mig á því að þú kunnir ennþá að anda

Ég brá mér á geisladiskamarkaðinn í Perlunni áðan. Þar var nú eins og venjulega mikið af drasli, eins og til dæmis "The ultimate panpipes for lovers super collection", þriggja diska pakki á 800 kall, kjarakaup. Ég var að hugsa um að festa kaup á þessari gersemi en fór svo að efast um hvort ég kæmi mér einhvern tímann í aðstæður sem kölluðu á það að ég hlustaði á slíkan ófögnuð. Ég komst svo að þeirri niðurstöðu að þetta væri eiginlega fullkomlega ónauðsynlegt; ef það grípur mig þörf fyrir að hlusta á panflaututónlist fer ég bara í Kringluna eða á einhvern svona ómenningarlegan plebbastað sem er ekki samboðinn mér og minni visku og kúltívasjón. Eða horfi/hlusta á sjónvarpið svona milli dagskrárliða. En þar sem ég gat nú ekki gengið út án þess að hafa losnað við einhverja af þessum peningum sem eilíflega íþyngja mér greip ég nánast af handahófi disk með hinum eldforna blúsgeggjara Leadbelly, sem heitir Lowdown Blues. Nú hef ég aldrei heyrt um þennan disk áður en þekkti örlítið til Blýbumbunnar, og þar sem gripurinn kostaði bara fimmhundruðkall sló ég til. Er skemmst frá því að ég hef alveg andskoti gaman af þessu. Annars hef ég ekkert vit á blús. Svo keypti ég líka Hard Rain með Dylan. Hún er alveg ágætis; tónleikaplata, það vissi ég nú reyndar ekki fyrr en ég fór að hlusta á hana. En ég veit heldur ekki neitt.

Eitt finnst mér frekar skrýtið; þessi síða er búin að vera efst á blogjob-dæminu síðan ég fór eitthvað að fokkast í templeitinu, eins og ég sé alltaf að publisha. Ég er ekkert alltaf að því, farðírassgat herra bloggdjobb... grín.

Og hey já mig langar ógeðslega í einhverja súperútgáfu af Loaded með Velvet Underground sem var í boði á þessum markaði. Hún kostar soldið af peningum. En ef einhver myndi nú taka sig til og gefa mér hana myndi ég ekki slá hendinni á móti.

Ooog þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir...

Klúr rokktexti #2

Þetta er nú klassík, þar sem ég held ég hafi talað um þetta áður... en þetta er allavega úr Good Times Bad Times með Led Zeppelin, af samnefndri plötu. Þetta er kannski frekar svona softcore, en ég meina samt, hávært kynlíf er nú ekki neitt sem maður ræðir svona við stórfjölskylduna yfir sunnudagslærinu. Eða það er allavega minn skilningur á þessu, kannski er bara verið að tala um að hann ætli að syngja svona geðveikt hátt fyrir gelluna sína og að nágrannarnir séu svona frekar úrillir gaukar, hvað veit ég?

I don't care what the neighbours say
I'm gonna love you each and every day


Æ ég allavega lofa klúrari texta næst. Og ég lofa líka að laga kommentakerfið, það er virkilega ógeðslegt núna þegar það er ekki einu sinni í stíl við síðuna.

"Sigrún verður handtekin næstu dagana" var bróðir minn að tilkynna. Það er eins gott að fara að hætta þessu.
|

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 20:00



12.4.04
Seinna lúkkið

Slata er risin upp úr öskustónni og endurfædd og ekkert nema gott um það að segja. Njótið vel eða eitthvað.
|

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 19:21



11.4.04
Dónapáskar

Nú var ég að uppgötva að það er hægt að vera bróðir mömmu sinnar. Þá er maður semsagt móðurbróðir sinn. Og ef slíkur maður, sem er móðurbróðir sinn, köllum hann bara Klemens eða eitthvað, á annan bróður, sem heitir þá kannski Jónas, þá getur eftirfarandi átt sér stað:

Jónas verður gripinn einhverjum tryllingi og veitist að Klemensi. Klemensi finnst ekkert skemmtilegt að láta berja sig svo hann hleypur burt. Jónasi finnst þetta hinn mesti heigulsháttur og hleypur á eftir Klemensi. Þegar þessi eltingaleikur hefur gengið á góða stund verður Klemens soldið lúinn. Þá segir Klemens: "Æ, ó mig auman, ég er móður, bróðir minn."

Sem er alveg óskaplega fyndið og sniðugt, því það er satt í tvennum skilningi, því hann er nefnilega móðurbróðir sinn!

Svo uppgötvaði ég líka að það er ofboðslega fyndið að vera Jasonarson. Já það er nú aldeilis gaman og skemmtilegt að vera ég, sérstaklega á stórhátíðum.

Svo ætla ég hérmeð að hefja fastan lið eins og virðist vera í tísku, minn ber heitið "Klúri rokktextinn". Klúri rokktextinn þarf ekkert endilega að vera rokktexti, heldur hljómar það bara betur en "Klúri textinn" eða "Klúri söngtextinn". Hann þarf heldur eiginlega ekkert endilega að vera klúr, heldur er nóg að hann sé tvíræður. En "Klúri rokktexti" dagsins í dag er semsagt bæði klúr og rokktexti, enda kemur hann frá Danalandi, nánar tiltekið er hann úr laginu "Little Animal" með dúóinu Raveonettes. Nú ætla ég ekki að orðlengja meira eða draga ykkur á asnaeyrunum kæru lesendur, nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir, hér kemur það, "Little Animal"!

My girl is a little animal
She always wants to fuck
I can't find a reason why
I guess it's just my luck

og svo framvegis, restin er ekkert klúr og þarmeð ekkert spennandi.

Svona að lokum bendi ég á að ég er búin að bæta við linkum á Sidda stórvin minn til margra ára. Hann getur nú ekkert linkað á mig því hann er svona fólk.is-róni. En ég veit að hann myndi linka á mig svo ég tek viljann fyrir verkið eða eitthvað svoleiðis. Og svo í annan stað linka ég á Einar Bjarka bekkjarbróður minn, hann er drengur góður og vona ég að hann sjái sóma sinn í því að linka á mig á móti, annars verð ég sár og reið og ber djúp hjartasár til dauðadags. Eða eitthvað svoleiðis.
|

|
sigrún ybbaði gogg klukkan 21:33

maystar maystar maystar designs | maystar designs |