[byrja upp á nýtt]
---SLATA - KONA EÐUR GOÐSÖGN?--- .


9.9.03


Ég held að það hafi aldrei liðið svona stutt á milli bloggana hjá mér. Í tilefni af því er ég búin að laga kommentakerfið, og þá verða allir að kommentera ofsalega mikið því að þá verð ég svo ofsalega glöð og blogga svo ofsalega mikið og þá verða allir svo ofsalega kátir.

Bráðum kemur busaball í MR. Ég er ofsalega glöð yfir því. Ég er líka ofsalega glöð því það er búið að bjóða mér í þrjú partí (ég veit að partí er ljótt orð, og ég myndi segja gleðskapur ef það hljómaði ekki svona ofsalega asnalega í fleirtölu). Reyndar er eitt þeirra ekki tæknilega séð menntaskólapartí, en það verður samt gaman, ég hef það á tilfinningunni. Það partí er nefnilega haldið af aumum grunnskólanema, henni Mörtu (sjáiði hvernig hrokinn hefur heltekið mig, ég er jafngömul og hún... fyrirgefðu Marta, sem munt örugglega aldrei lesa þetta).

...og svo er bekknum okkar boðið í partí á busadaginn af heiðursbekkjunum 6.A og 6.B. Reyndar er ég soldið svekkt yfir því að 3. bekkurinn sem er boðið með okkur í partíið sé stelpubekkur eingöngu.

Ooog að endingu hefur hann Rútur bekkjarbróðir minn lofað að bjóða Hlíðaskólahyskinu í partí. Jess! Og heiðursmaðurinn Rútur á meira að segja líka svona æðislega sætt blogg sem ég fann á einu af mínum reglulegu ferðalögum um undraveröld Internetsins. Svona er heimurinn lítill, ha.

Nú er ég búin að blogga nógu mikið um partí, svo ég ætla að venda kvæði mínu í kross og birta hér vegna margra og ítrekaðra áskorana ljóð eftir Jóhannes Pál, sem ber nafnið Deigla eilífðarinnar. Hér kemur það:


Konur,
hvað getur maður sagt?
Eru þær salt jarðar,
eða kannski pipar?



|
sigrún ybbaði gogg klukkan 20:44



2.9.03


Jæja.

Þá hef ég hafið nám við hinn lærða skóla. Svosum ekki mikið um það að segja nema að mér sýnist ég hafa tekið rétta ákvörðun með því að setja stefnuna þangað, en ekki á MH. Ég ætla ekkert að rökstyðja það, því ég nenni því ekki. Þeir sem fóru í MH eru hvort eð er svo fullir af rembingi að þeir taka engum sönsum *hóst* Katla *hóst*

En ég hafnaði sumsé í svona prýðilegum bekk, honum 3.B ásamt Hildi, Furu, Skorra og Jósa, mínum fyrrverandi skólafélögum.

Ég er svo afspyrnuvondur bloggari. Ég held meira að segja að ég hafi talað um þetta í einhverju bloggi, svo ég færi nú ekki að gera öllum lesendunum mínum það að fara að endurtaka mig (þótt þeir séu allir ímyndaðir). Látum það þess vegna liggja á milli hluta enn um sinn.

Annars er það svona í nýskeðum fréttum að ég fór á Jagúar-tónleika í Norðurkjallara MH... þar hitti ég fyrir þá kumpána Sölva og Brynjar, og léku þeir á als oddi að vanda. Meðal annars fékk ég að upplifa ýmsa dansa kennda við heimilstæki (þetta getur ekki verið tilviljun); meðal annars brauðristina, þvottavélina (fundin upp á staðnum, inspíreruð af móður Brynjars þar sem hann hefur aldrei sett sjálfur í þvottavél) og svona mætti lengi telja.

... og svo var það auðvitað Hörku-stuðhljómsveitin Svitabandið sem hélt uppi gleðinni þar til Jagúar-menn stigu á svið, og fórst þeim það geypilega vel úr hendi... Hjörtur stóð sig að sjálfsögðu með prýði eins og fyrri daginn. Þeir sem vilja geta séð myndir af herlegheitunum hér.

Nú er ég að verða uppiskroppa með andagift... ég ætla að enda þetta á ljúfu nótunum með tilvitnun í boði Jóhannesar "skírara" Sigurðarsonar.

"Ekki vera svona æst, þú ert í skólanum!"

Takið þetta nú til ykkar og þangað til andinn kemur yfir mig næst... lifið heil.



|
sigrún ybbaði gogg klukkan 00:18

maystar maystar maystar designs | maystar designs |